Pétur Ben og Tönsberg gefa lag á tonlist.is

958.article[1]Pétur Ben og Einar Tönsberg hafa sent frá sér lagið “Come On Come Over“ en það hefur hljómað síðustu vikurnar í auglýsingu frá Nova. Er þetta fyrsta lag frá þeim sem fer í spilun en seinna á árinu er von á plötu frá þeim félögum. Pétur Ben sendi frá sér plötuna Wine For My Weakness árið 2006 sem fékk frábæra dóma og síðan þá hefur hann meðal annars unnið plötur með Bubba Morthens, Ellen Kristjáns, samið tónlist við verk íslenska dansflokksins og spilað með listamönnum eins og Mugison. Einar er aðalmaðurinn á bakvið Eberg og Feldberg en báðar þessar hljómsveitir hafa verið að gera það gott hér heima.

This entry was posted in Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *