Feldberg spilar í Kitsuné útgáfupartíi og á The Great Escape tónlistarhátíðinni

image[1]Feldberg heldur þrenna tónleika í London nú í lok mánaðarins. Tilefnið er útkoma lagsins Dreamin’ á safnplötunni Kitsiné Maison 9 sem kemur út 26. apríl víða um heim. Kitsuné er franskt útgáfufyrirtæki sem er leiðandi í útgáfu á rafvæddri popptónlist. Meðal giggana er útgáfupartí Kitsuné  í Pure Groove Records í norður London á útgáfudaginn sjálfan. Þess má geta þess að lagið Dreamin var valið lag ársins nú á dögunum á íslensku tónlistarverðlaununum.

Feldberg mun einnig spila á  The Great Escape tónlistarhátíðinni sem haldin er í Brighton dagana 13. – 15. maí. Feldberg spila á sviði sem kallast Audio venue – Levis Ones To Watch. Hátíðin þykir leiðandi í Evrópu fyrir nýja tónlist og sækja 15000 manns hátíðina og af þeim eru 5000 manns úr tónlistar- og útgáfubransanum.                                              

Feldberg mun koma fram á Sólarsamba 2010 á Sódómu Reykjavík á morgun, miðvikudag. Húsið opnar kl 22.

This entry was posted in Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *