SLASH – SLASH (2010)

slashÓheflað, óhamið gítar rokk. Grenjandi gítarfrasar, óheft gítarsóló, öskrandi rokk, bæði þétt og magnað.

Led Zeppelin, Guns n Roses, Uriah Heep koma helst upp í hugann.

Slash er 44 ára og er uppalinn sem rokkari í LA í USA þó hann sé fæddur í Stoke í Englandi. Mamma hans hannaði búninga fyrir Bowie og pabbi hans gerði umslög fyrir Neil Young og Joni Mitchell.

Mikill Zeppelin aðdáandi í æsku og gekk í Guns n Roses 1985 en þeir slógu heldur betur í gegn 1988 með Appetite For Destruction, sem sagt er að hafi selst í 28 milljón eintökum. Guns n Roses ævintýrið entist 5 plötur til ársins 1993.

Slash gerði síðan tvær plötu með Slash‘s Snakepit 1995 og 2000, og Velvet Revolver gerðu tvær plötur 2004 og 2007.

Þetta er hresst, hrátt en vandað rokk í anda Led Zeppelin og Guns n Roses, með blues og poppinnleggi.

Ekta adrenalin rokk flott gítarsóló, þéttur bassi og trommur.

Full margir og ólíkir gestasöngvarar að mínu mati þó þeir standi sig allir vel; Ozzy Osbourne, Ian Asbury (Cult) Lemmy (Motorhead), Iggy Pop, Alice Cooper, Fergie og Myles Kennedy, sem í túrbandinu.

Ian Astbury byrjar ballað með með flottu lagi, Ghosts, gítar riff í öllum hátölurum, þéttur bassi og þungar trommur. Astbury var í Cult og líka The Doors of the 20th/21st Century.  Grenjandi gítar í milli kafla – flottadta lag plötunnar.

Cruzify The Dead er rólegra. Ozzy Osbourne í ekta Black Sabbath feeling, enn og aftur „fan músík“ Slash kann að búa til flottar rokkmelódíur og alltaf pláss fyrir flottann gítar.

Fergie syngur næst Beautiful Dangerous í Robert Plant – Led Zeppelin stíl. Þungt riff flott söngur og öskur frá Fergie.

Myles Kennedy er dúndur góður söngvari en hann er í túrbandinu. Hann syngur Back From Kali sem er millitempo lag í stíl í Paradise City stíl Guns n Roses. Hann syngur líka Starlight eitt af rólegri lögum plötunnar ef gítarrokklög geta talist róleg. Smá kántrí, flottur söngur áður en það breytist í full blast rokk ballad.

Promise er lag sem Chris Cornell úr Soundgarden syngur. Minnir smá á Lennon og Bítlana I Want You She‘s So Heavy . Flott spes lag, bakraddir, bassariff, hittari.  Singúll?

Fyrsti singúllinn var hins vegar Sahara sem reyndar bara auka lag á limited útgáfunni. Það er sungið af japanska söngvaranum Koshi Inaba, í ekta Led Zeppelin og Deep Purple anda. Ósvikið heavy rokk. Hey Hey Hey e.

Annar singúllinn er By The Sword sem Andrew Stockdale úr hinni efnilegu rokksveit Wolfmother syngur. Venst ágætlega þó ég hefði valið önnur lög á singúl, en ég hef ekki endilega rétt fyrir mér.

Maroon5 söngvarinn Adam Levine syngur popplagið Gotten, gítaræfingar, mildari söngur en flott. Líklega lagið sem á síst heima á þessari plötu.

Minn gamli vinur (sbr Íslandsvinur), Lemmy úr Motorhead syngur lagið Doctor Alibi og spilar líka á bassa. Motorhead var áhrifavaldur í músíkuppeldi Slash en hann var einu sinni í Motorhead tributebandi. Það liggur við að Lemmy minni á Screaming Jay Hawkins en þó með gamaldags Who ívafi. Flott flott flott. Gæti endurreist Lemmy! (þeas ekki bara sem goðsögn)

Watch This er eina instrumental lagið. Kröftugt gítarlag með Dave Grohl (Nirvana) og Duff McKagan (Guns n Roses) í gestahlutverkum. Skemmtilegt og gott en samt fyllingarefni.

Kid Rock er ágætur söngvari þó að bakgrunnurinn sé vafasamur. Hann syngur hitt popplagið I Hold On, alveg ágætlega með bakröddum og Eagles rokk feeling!

Nothing To Say er líka dálítið sveitaballslegt með M Shadow úr Avenged Sevenfold sem wannabe Axl Rose söngvari.

Ég þekki lítið til Rocco DeLuca, en hann syngur Saint Is A Sinner Too,en Slash hafði upphaflega haft Thom Yorke úr Radiohead í huga að syngja þetta lag, en segist ekki hafa haft kjark til að biðja hann. Kassagítar, kvenleg rödd, easy spennulag! Ekta kvikmyndastemmning.

 

Einhverra hluta vegna er Iggy Pop með á þessari plötu! Hann syngur lagið We‘re All Gonna Die, ekta Rolling Stones belter, enda er Ronnie Wood að segja öllum að hann hafi kennt Slash gítargripin. Iggy er flottur, a la Billy Idol etc. !!!!

 

Eitt af aukalögunum er Baby Can‘t Drive flott lag með Alice Cooper í aðalhlutverki ásamt Nicole Scherzinger úr Pussycat Dolls. Flott drífandi rokklag … we‘re all gonna die so let‘s get high…..

Gítar, gítar, bassi, trommur, öskur váv.

 

Annað aukalag er líka Paradise City með Cypress Hill og Fergie og ÖLLUM Guns n Roses. 

Slash er besta rokk plata sem ég hef heyrt í mörg ár.

Ég var að vonast til að segja þetta um nýju Jeff Beck plötuna en Slash stelur alveg senunni.

En, SLASH fær 4 STJÖRNUR frá mér (af 5).

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *