AMADOU & MIRIAM – WELCOME TO MALI (2008)

AmadouAmadou & Miriam eru blind svört hjón frá Mali sem spila og syngja tónlist með Afríkönskum blæ.

World musík er kannski samnefnari fyrir tónlist annars staðar frá en Englandi og Ameríku sem hefur framandi blæ, takt, hljóðfæri, söng og oft þjóðlegan blæ. 

World músík hefur einatt verið nýtt í poppmúsík til að gefa nýjan blæ og auki fjölbreytni.

Mirian Makeba er kannski frægasta Afríkusöngkona allra tíma en áhrifum Paul Simon og Graceland plötunnar hans má ekki gleyma og er án efa kveikjan að vinsældum afrískrar tónlistar í dag, það er að segja að koma tónlistarstefnunni á framfæri.

Ladysmith Black Mambaza urðu mjög fræg í kjölfarið, en gítarleikurinn og bassaleikurinn á Graceland áttu eftir að verða leiðandi í afrískri tónlist upp frá því.

Afrísk tónlist hefur alltaf verið í hávegum höfð og í seinni tíð hafa margið listamenn náð frægð þaðan. Í dag má nefna Ali Farka Toure og Tinariwen sem mest áberandi, auk margra annarra, þar á meðal Amadou & Miriam.

Þessi plata Welcome to Mali kom út 2008 og náði ágætum vinsældum líklega helst vegna þátttöku Damon Albarn úr Blur sem producerar hluta af plötunni þar á meðal lagið Sabali.

Adou og Miriam spila hér á Listahátíð í ár.

Listahátíð er góðra gjalda verð og hafa oft komið með tónlist almúgans líka (ekki bar snobbmúsík), sinnt popptónlistinni þó það hafi nú oft verið til að fjármagna annað sem færri mæta á. Ég efast ekki um að það verði fullt á hljómleikum Amadou & Miriam og allir syngi hallelúja, þetta er svo menningarlegt og hugsa sér þau eru svört og blind og tala ekki einu sinni ensku.

En Guð sé lof að Listahátíð hefur ekki alltaf verið svona „hámenningarleg“

Til dæmis komu Clash hingað á vegum Listahátíðar fyrir 30 árum!

Sjálfum finnst mér þessi plata vera hol; vantar kraft og sjarma. Gítarleikurinn er ekkert sérstakur og sándið ekki heldur. Söngurinn er alls ekki eins djúpur og maður á að venjast frá svörtum söngvurum, lítil sál í þessu. Umbúðir án innihalds.

Sabali er ágætt lag og eins lagið Masiteladi en Welcome To Mali er svona broslegt auglýsingalag.

Að mínu mati eru margir mun áhugaverðari World Music flytjendur, og ég bendi t.d. á nýjar plötur með Ali & Toumani og Mexícóplötuna frá Chieftains og Ry Cooder sem áhugaverðar.

Ein stjarna fyrir Albarn lagið.

(og umslagið er flott)

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *