MGMT – CONGRATULATIONS (2010)

mgmtEins og Óli Palli sagði í Rokklandi um daginn, þá er þetta öðru vísi tónlist og það er sannanlega þörf á því ennþá!

Óli Palli rakti sögu þeirra ágætlega með viðtölum að auki. En þetta bandi byrjaði í skóla sem dúett og hét upphaflega Management og þeir gerðu plötu sem hét Climbing To New Lows 2005.

Þeir slógu heldur betur í gegn síðan 2008 með Oracular Spectacular sem kom reyndar út 2007. Time To Pretend og Kids voru geysivinsæl lög sem voru notuð í 9 kvikmyndum og fjölda sjónvarpsþátta, en það er víst nýja viðmiðið á vinsældum og viðurkenningu! (Svo ég tali nú ekki um tölvuleiki)

MGMT er sérstaklega forvitnilegt band af því að þeir eru ennþá að leita – leita að rétta tóninum – eru að gera músík sér og öðrum til ánægju – og eru óhræddir við að gera popp plötu.

Og músíkin er svona einhverskonar popp psychedelia eða eins og þeir lýsa rétt sjálfir:  Now That‘s Not What I Call Now Music!

Þeir eru líka að gera það sem mér þótti alltaf svo skemmtilegt, það er að gera svo mikið af dúllerí og og flækjum sem þýðir að maður er að heyra eitthvað nýtt á tíundu hlustun og eflaust á 15 og 20ustu, eins Bítlarnir gerðu, Pink Floyd, King Crimson og XTC líka svo einhverjir stórsnillingar séu nefndir.

Þeira hafa sjálfir nefnt áhrifavalda og sungið um þá eins og Brian Eno og Television Personalities og nefnt Syd Barrett; og Sonic Boom úr Spaceman 3 prodúserer ekki af tilviljun.

En ég heyri líka Buggles (Video Killed The Radio Star), Sparks, Mika, jafnvel Scissor Sisters og auðvitað Roxy Music, Syd Barrett, Pink Floyd, Clash, Elvis Costello; Pixies og örugglega milljón fleiri.

(Og bassinn og trommurnar í hinu yndislega Congratulation er nákvæmlega eins og í The Weight með The Band þó lagið sé ekkert líkt.)

Ef við lítum aðeins á lögin þá er “Flash Delirium”  fyrsti singúllinn. Ekki sérstaklega augljóst hvers vegna, en kannski einna líkast fyrri “hittum” þeirra.

Annar singúllinn er ekkert frekar líklegur til vinsælda en það er hið 12 mínútna “Siberian Breaks”  sem minnir á 10cc upp á sitt besta á Original Soundtrack, en þetta er í raun mörg lög samansett í heilstætt smáverk. Hreint frábært lag sem minnir í byrjun á t.d. America!

Þriðji singúllinn er meira fyrir útvarpsspilun. “It’s Working” og það virkar fínt.

Síðan á titillagið að koma út sem 4ði sigúllinn og að mínu mati besta lagið á plötunni og ætti að slá í gegn og hefur þvílíkan sjarma.

Hin lögin eru ekki síðri.

„Brian Eno“ er hreinræktað grípandi popplag sem hefði átt að vera 1sti singúllinn.

„I Found A Whistle“ er í stíl John Lennon með echo á röddinni; seiðandi og flott lag.

„Someone‘s Missing“ minnir mig heilan helling á uppáhalds Clash plötuna mína, Sandinista, sem var þeirra Sgt Peppers.

Forsprakki Television Personalities fær sitt tribúte í laginu „Song For Dan Treacy“ sem er í svona Elvis Costello / Steve Nieve stíl með orgelið í forgrunni.

Og „Lady Dada‘s Nightmare “    er í uppáhaldi líka. Instrumental lag með vindvél í fullu öskri í stíl Pink Floyd, Echoes eða Live At Pompeii.  Effektíviir sound effektar.

Þessi plata á verðskuldaða hlustun því hún verðlaunar hlustandann við hverja hlustun – alltaf eitthvað nýtt:

Hún er öðruvísi – hér er metnaður – hér er músíkáhugi – eitthvað sem ég kann að meta.

4 stjörnu plata – og ég á eftir að hlusta þessa plötu aftur og fylgjast með þessum skemmtilegu rugludöllum.

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *