MEAT LOAF – HANG COOL TEDDY BEAR (2010)

MeatMeat Loaf er búinn að selja um eða yfir 100 milljón plötur en við lítum á hann sem „one hit wonder“.

Meat Loaf var svo “óheppinn” að gera ofboðslega vinsæla og nokkuð góða og einstaka plötu í byrjun ferilsins, “Bat Out Of Hell” 1977 sem hefur nú selst í 43 milljónum eintaka og geri aðrir betur. Það þýðir að allt sem hann gerir verður borðið saman við hana og nær eflaust aldrei að standast samanburðinn.

Meat Loaf var orðinn 31 árs þegar Bat Out Of Hell sló gegn og er 62 ára í dag og rokkar enn á fullu blasti.

Eftir Bat Out Of Hell var leiðin niður á við.Næsta plata var bara einföld platinum plata, þriðja gull, fjórða gull og fimmta silfur!

Síðan gerði hann Bat Out Of Hell II og seldi 20 milljónir. 

Sjönda platan náði 3x platinum, en sú næsta bara gulli, þannig að komið var að Bat Out of Hell III sem gekk betur.

Á þessum rúmum 30 árum er hann líka búinn að leika í 31 kvikmynd og fullt af sjónvarpsþáttum og áður en Bat Out Of Hell „hitti“ hafði hann leikið í Hárinu og Rocky Horror.

Hang Cool Teddy Bear er líklega besta plata kappans síðan Bat Out Of Hell fyrsta. Upptakan er góð, spilamennskan pottþétt og þá skiptir engu máli þó hann hafi fengið einhverjar stórstjörnur með sér. Hann rokkar þungt og fær hitt og þetta að láni frá vinum sínum áq borð við Roger Daltrey og Pete Townshend og Who (If It Rains), Led Zeppelin (Song Of Madness, minnir á Kashmir), Lou Reed, Bruce Springsteen & Roy Bittan (If I Can’t Have You), og jafnvel Graham Parker/Elvis Costello í Los Angeloser.

Textarnir eru klassískir Meat Loaf textar, afbakanir á þekktum frösum. (Þessa má geta að hvorki Meat Loaf né jim Steinman semja lög eða texta á þessari plötu).

Textarnir fjalla um ímyndaða framtíð hermannsins Teddy Bear, sem segir í byrjun I don’t want peace on earth I just wanna go home…..

Þetta eru útblásið rembu rokk,  sem ég meina á jákvæðan hátt – og hann skilar því bara vel. 

Nokkur ágæt lög, If I Can’t Have You, Los Angeloser, Running Away From Love, If It Rains og Let’s Be In Love

Bara nokkuð sáttur við plötuna,

2 stjörnur.

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews. Bookmark the permalink.

3 Responses to MEAT LOAF – HANG COOL TEDDY BEAR (2010)

 1. Finnbogi says:

  Hei – svo má ekki gleyma að hann söng með … Ted Nugent á Free for all – fyrstu plötunni sem Teddi slóg í gegn með … sem Gunnar nokkur Gunnarsson skrifaði um og sem kveikti í mér og Oddný seldi mér og neitaði að taka til baka þegar ég vildi skila henni – vegna þess að ég var búin að spila plötuna – innsiglið var rofið…

 2. Finnbogi says:

  platan rokkar – þér líkar samt ekkert sérstaklega við hana – muna að kanna hana betur …

 3. halldor says:

  Sem sagt Oddný og Gunni Gunn bera ábyrgð á áhuga þínum á Ted Nugent! Gott að það var ekki ég.
  En nýja Meat Loaf platan er ágæt – fín lög í útvarpsspilun en of mikið Bon Jovi fyrir minn smekk.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *