JÓNSI – GO(2010)

51JJr8l3CNL._SL500_AA300_[1]Velgengni Sigur Rósar er gífurleg. Vinsældir þeirra í Bretlandi og um allan gervallan heimi er ótrúlega mikil af hljómsveit sem flytur tónlist sem virðist ekki eiga greiða leið í útvarp.

Hin dulúðlega tónlist þeirra hefur þó ratað í kvikmyndir og vegferð þeirra vaxið með hverri plötu. Ég var því hissa að sjá fyrst Riceboy Sleeps í fyrra og nú Go í nafni Jónsa eins. Hann er svo mikið einkenni hljómsveitarinnar að bandið ætti að eiga einkarétt á honum.

En platan átti í fyrstu að vera kassagítarplata sem hefði auðvitað verið frábrugðið Sigur Rósar sándinu.

En í vinnslu plötunnar varð sándið mjög líkt Sigur Rós þó það sé poppaðara með strengjum og bakröddum. Hann syngur líka að mestu á ensku, þó íslenskan og vonlenskan sé þarna líka .

Fyrstu tvö lögin er mjög grípandi Go og Animal Arithmitic enda fyrstu tvær singlarnir. Mesta furða hvað ensku textarnir ná að halda dulúðinni en auðvitað gæti þessi plata splillt vinsældum Sigur Rósar. Annað eins hefur nú gerst.

Píanólagið Tornedo er ekki sungið í háu röddinni og einnig er lagið Henglás líka lágstemmt og smá tilbreyting. Hins vegar er nokkur kórsöngvafeelingur í flestum lagann og minnir oft á Jon Anderson(Yes) og Aled Jones, Velska barnakórstjörnnuna sem söng Walking On Air í teiknimyndinni The Snowman.

Söngur Jónsa er ekki skýr og ef ég get ekki hlustað á sungiðn texta og skilið orðin þá eyði ég heldur ekki tíma í að lesa þá eða leita þá uppi og treysti því að innihaldið sé ekkert sem flytjandinn sé endilega að koma á framfæri hvorki ljóðrænt né í boðskap.

Útsetningar Nico Muhly eru miklar en hann útsetur strengi, blástur og flautur, sem eru áberandi á plötunni og  falla mjög vel að lagsmíðum Jónsa og söng.

En stemmningin í plötunni er sérstök og öðruvísi og Go ætti ekki að valda aðdáendum Sigur Rósar vonbrigðum.

En ég hef aldrei fallið kylliflatur fyrir Sigur Rós né söng Jónsa, þó að mér þyki bæði ágætt og skilji vel vinsældir þeirra.

Bíð ennþá eftir því að heillast ….

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *