PAUL WELLER – WAKE UP THE NATION (2010)

WellerEin aðal ástæðan fyrir því að ég hef áhuga á músík og fylgist með er sú að ég var svo heppinn að upplifa það í æsku og á unglingsárunum að músíkin var í sífelldri þróun og byltingum. Alla tíð síðan hef ég verið að opinn fyrir því að músíkin komi mér á óvart og gleðji mig, sem hún gerir alltaf með reglulegu millibili.

Paul Weller sagði í viðtali fyrir skemmstu „I‘m always waiting to be turned on by the next thing“.  Sem gæti þýtt það að hrifning okkar á tónlist sé hliðstæð.

Paul Weller er búinn að vera í uppáhaldi hjá mér síðan í kringum 1980 þegar síðasta plata Jam kom út „The Gift“ og lögin „Going Underground“ og „That‘s Entertainment“.

Jam kom fram á punk árunum en var samt meira Mod band sem byggði á Northern Soul tónlistinni og Who, Small Faces og Kinks. Og þeir gerðu nokkrar frábærar plötur m.a. All Mod Cons og lögin þeirra rötuðu alltaf í efstu sætin á vinsældalistum Breta.

1983 leysti Paul upp bandið og stofnaði Style Council, sem var meira modern soul músík en Moddið alltaf yfirliggjandi í klæðaburði og viðhorfi.

Style Council gerðu nokkrar frábærar plötur sér lagi Our Favourite Shop, og lög á borð við Shout To the Top, My Ever Changing Moods og Long Hot Summer.

Style Council hætti 1989 eftir að útgáfufyrirtækið hafði hafnað útgáfu á plötu sem þeir skiluðu inn til útgáfu.

Ferillinn virtist búinn og hann fór ekki að hreyfa sig fyrr en 1991 þegar hann fór að spila með Paul Weller Movement með Steve White innanborðs (úr Style Council) aðallega í ltlium klúbbum.

Árið 1992 gaf hann út breiðskífuna „Paul Weller“  sem hann hafði fjármagnað sjálfur.

Musíkin var strippuð niður í popp jazz einfaldleika, en Wellerinn spilaði á gítarinn í jazz stíl.

Síðan kom Wild Wood 1993 og 1995 kom Stanley Road en þessar tvær plötur eru taldar vera bestu plötur hans af mörgum. Hann var þá aftur kominn með sjálfstraustið og farinn að gera meira skapandi tónlist.

Og ekki síst búinn að ná tónlistarvirðingunni á nýjan leik.  Síðan hefur hann gert nokkrar þrælgóðar plötur sem þó hafa ekki endilegi aukið við aðdáendahópinn en allavegi haldið honum.  Safnplötur og hljómleikaplötur og myndabönd hafa líka komið út í lange baner.

Er hér var komið áttaði hann sig á því að komið væri að breytingum og sagði skilið við samspilara sína meira að segja Steve White.

Honum fannst tími til að endurskapa tónlistarhugsun sína finna nýjar hugmyndir og nýja samstarfsmenn.

Í hitt eð fyrra kom síðan út tvöföld plata sem jók orðstýr hans, tvöfalda platan „22 Dreams“. Róleg en fjölbreytt en mikið af tilraunum og pælingum sem gaf hlustendum eitthvað nýtt við hverja spilun. 22 Dreams er orðin hans söluhæsta plata.

Wake Up The Nation fylgir að nokkru í fótspor hennar en þó meira popp og rokk. Það eru sterk lög á nýju plötunni, Nmo Tears To Cry með tilvitnunum í Phil Spector Dusty Springfield, rightous Brothers og Walker Brothers ekta 60‘s big ballaða sem Buggalútur gæti gert mat úr. Wake Up The Nation er í stíl Jam smá punk rokkari.

Moonshine upphafslag plötunnar er sungið í stíl Johnny Rotten/Sex Pistols en þar með er sú samlíking upptalin. Venst vel nett rokk búggí.

Wake Up The Nation er ekta Jam lag – aggressivt taktfast baráttulag. Mikill bassi og taktur.

No Tears To Cry – Alveg frábært gamakdags Phil Spector 60s lag með bassa, píanótakti, tambúrínum, strengjum, bakröddum und alles og frábærum taktskiptum.

Fast Car Slow Traffic – sammála alveg óþolandi þegar maður kemst ekki áfram í umferðinni. Skrýtnir taktar, agressívt píanó,  orgel og undarlegheit, Jam feelingur.

Andromeda er skemmtilega undarlegt sýrukennt lag með sítarsándi, allskyns austrænum og Monty Python sándum. Smá grín, textinn sýrukenndur og góður. Hreint magnað lag.

In Amsterdam er með svona „fairground“ sándum smá Costello áhrifum, lengi að byrja  …. byrjar reyndar aldrei ….

She Speaks – hver fjandinn er á seiði hér? Bruce Foxton á bassanum hér þó lagið eigi ekkert skylt við Jam. Jazz improvised píanó – er þetta ljóð – er þetta avant garde –

Find The Torch Burn The Plans minnir á Sgt Peppers Bítlanna, sándin og uppbyggingin snilldin. Besta lag plötunnar. Tær snilld. Einfaldleikinn fulkomnaður. „Shout like you already know it! Sha La la Sha La La La“ línan er alger snilld.

Aim High er afturhvarf til Style Council soulsins eitt frábært white soul lag eins og það gerist best, snjall gítarleikur, falsettó raddir, brass, strengjavél og allt saman.

Trees : Ég þoldi þetta lag ekki í byrjun. Hver fjandinn er þetta , söngleikjalag, revíubrandari, Anthony Newley, (sem Bowie dáði líka)? En einhvern vegninn vex þessi farsi og verður hluti af heilsteyptri magnaðri plötu. Taktskiptingar án tilgangs, sýrutónlistarsánd, 90s taktvélar, já skrýtið, en bindur plötuna saman!

Grasp And Still Connect – boogie popp, Elvis Costello og áhrif, lag sem vinur á.

Whatever Next er lagstúfur byggður á Find The Torch – taktar og psychedelia í stíl Traffic.

7&3 Is The Strikers Name – flott groove lag – fyrsti singúllinn – full blast baráttu rokkari. Fullt af crazy píanói.   Meira Sha La La. Come On Come On.

Up The Dosage – rokk í dósasándi. 

Pieces Of A Dream – kannski átti þetta lag að vera á 22 Dreams – flott dreymandi lag með píanó improvision, jazzý sánd , jazzy texti, gott lag.

Two Fat Ladies – Lokalagið – hamagangur og læti  – taktbreytingar – – spenna á milljón – on and on and on and on we go  ….

Bestu lögin eru No Tears To Cry, 7&3 Is the Strikes Name, Aim High, Andromeda og best er  Find The Torch Burn The Plans auk lagið sem ég þoldi ekki , Trees!

Þetta er Meistaraverk með endalausum uppgötvunum.

5 stjörnur

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews. Bookmark the permalink.

2 Responses to PAUL WELLER – WAKE UP THE NATION (2010)

  1. Þorsteinn G. Gunnarsson says:

    Ég er eiginlega sammála öllu sem þú segir. Mér finnst þetta besta plata Wellers en hún krefst þess að menn gefi sér tíma og hlusti, oftar en einu sinni og oftar en tvisvar!

  2. halldor says:

    …. og síðan aftur og aftur ….

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *