GUNNAR ÞÓRÐARSON & BJÖRGVIN HALLDÓRSSON – VÍSUR ÚR VÍSNABÓKINNI (2010)

Visnaplatan„Einu sinni var“ er ein af perlum íslenskrar tónlistarsögu og „Pet Sounds“ plata Gunnars Þórðarsonar.

Gunnar Þórðarson er einn virtasti popptónlistarmaður landsins. Hann hóf feril sinn 1963 og hefur gert margar plötur með hljómsveitum sínum, tekið að sér ýmis verkefni kvikmyndatónlist, hljómsveitarstjórn í ýmsum tónlistaruppfærslum og á plötum þar á meðal Einu sinni var og Út um græna grunda árin 1976 og 1977.

Þessar plötur seldust í miklu upplagi sér í lagi sú fyrri, sem sögur segi að hafi selst í um 20 þúsund eintaka, þrátt fyrir að hafa lítið verið til í gegnum tíðina!

Þetta verkefni (project) var hugmynd Jóhanns Páls Valdimarssonar og Jóns Karlssonar hjá bókaútgáfunni Iðunni, og var gefin út í tilefni af endurútgáfu Vísnabókarinnar sem Símon Jóhann Ágústsson tók fyrst saman árið 1946.

En Gunnar fór ekki hefðbundnar leiðir. Hann fékk til liðs við sig snillingana Björgvin Halldórsson og Tómas Tómasson, en þeir voru allir búsettir og starfandi í London á þessum árum, Björgvin og Tómas með Change ef ég man rétt.

Gunnar hefur alltaf verið mikill aðdáandi Beach Boys og Beatles. Og það er varla nein spurning að áhrifin fengu að njóta sín á þessum plötum. Helst kemur meistarverk Beach Boys „Pet Sounds“ upp í hugann og ég er á því að Gunnar hafi tekist jafn meistaralega upp á þessum plötum. „Út um græna grundu“ líður kannski fyrir það í dag að lögin þar náðu ekki sömu vinsældum og lögin á fyrri plötunni, en útsetningarnar þar samt mun ævintýralegri.

Þó að litið hafi verið á þessar plötur sem barnaplötur þá má segja að textarnir og Vísnabókin sé ein barnatengingin, þetta eru alvöru popp plötur, útsetningarnar mjög framsæknar, vinnubrögð Gunnars, Björgvins og Tómasar hafa líka alltaf verið vönduð og þessar tvær eru með þeim vönduðustu. Stór hluti vísnanna átti sín lög fyrir en Gunnar og Jóhann Helgason sömdu ný lög við fjölda laganna, meira að segja sum sem áttu sitt lag fyrir.

Lög eins og „Komdu kisa mín – þambara vambara“,  „Ég á lítinn skrítinn skugga“, „Bráðum kemur betri tíð“, „Hann Tumi fer á fætur“, „Kvölda tekur“, „Nú blámar yfir berjamó – Á berjamó“ og „Ríðum heim til hóla – Gott er að ríða sandana mjúka“ eru hrein meistarverk og ekkert hinna skyggir þó á.

 

Umslagið er frábærlega hannað í „bókarformi“ með vösum fyrir plöturnar. Allar upphaflegu upplýsingarnar, myndirnar og ljóðin úr Vísnabókinn njóta sín vel og nýr formáli er saminn af alhliða listfræðingnum Páli Baldvini Baldvinssyni. Og handbragðið hans Hössa hjá Senu leynir sér ekki, en hann sér um glæsilegar endurútgáfur þeirra.

Þess má geta að Gunnar hélt hljómleika í Húsdýragarðinum þann  25.apríl s.l. ásamt söngvurum, kór og hljómsveit. Reyndar fundust upphaflegu útsetningarnar ekki þannig að Gunnar útsetti lögi upp á nýtt.

Því miður fannst mér bæði söngvararnir og kórinn hennar Margrétar Pálma ekki standa sig jafn vel og Björgvin og Öldutúnskórs stúlkurnar forðum. 

Það er engin spurning: þessi plata á heima í öllum betri söfnum, ef þú vilt vandað popptónlist, ef þú heldur upp á Gunnar Þórðarson og ef þú berð virðingu fyrir íslenskri tónlistarhefð, þá er þetta einn af hápunktunum.

Meistaraverk = 5 stjörnur.

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *