EUROVISION SONG CONTEST 2010 (2010)

Euro10Aldrei bjóst við því að dæmi Eurovision plötu! Þó ég hafi reyndar farið í sjónvarpsviðtal einhvern tímann í upphafi tíma í sjónvarpið út af því.

Eurovision hefur náð skemmtilegri og skrýtinni hefð í íslensku þjóðfélagi. Göturnar tæmast, gífurlegt áhorf, svaka partí.

Flestir hafa skoðun á Eurovision og allir sómakærir Íslendingar afneita Eurovision opinberlega þó við höfum lúmskt gaman af keppninni og þá sérstaklega stigagjöfinni og fyllumst þá feykilegu ættjarðarrrembingi sem á ekkert skylt við tónlistina sem fram er borin.

Flestir Íslendingar eru á því að okkar framlega sé nú oftast það besta í boði, allavega næst besta. 

Og samsæriskenningarnareru ótrúlegar, hvort sem eitthvað er til í þeim eða ekki.

Að mínu mati hefur okkur gengið ótrúlega vel í keppninni. Tvisar sinnum í 2. Sæti er meira en margar þjóðir geta státað af.

Keppnin í ár segja Eurovision spekingar að sé slakari en oft áður. 

Ég hef svo sem ekki sökkt mér í neina samanburðarfræði en tel þó að í þessa keppni hafi komið 14 frambærileg lög sem ég held að sé meira en gengur og gerist.

Vissulega duttu tvö þeirra út í fyrri undanúrslitunum, Lettland og Finnland, líklega var það flutningurinn sem skipti sköpum með Lettland en líklega framandleikinn hjá Finnum. Og síðan datt eitt þeirra, Svíþjóð, út í seinni undaúrslitunum.

Bestu lögin að mínu mati eru frá Þýskalandi (Amy Winehouse-lagið) Spáni,  Noregi, Frakklandi, Bretlandi, Danmörku og Lettlandi.

Íslenska lagið er með verri lögunum (enn og aftur mitt mat) ásamt Grikklandi, Serbíu, Slóvenía og Litháen og svona 10 öðrum hallærislegum Eurodiskó lögum í viðbót.

Hvað lag vinnur? Vonandi eitt af þessum sjö bestu, helst Spánn eða Þýskaland.

Ísland? Fyrir neðan 16 jafnvel eitt af fimm neðstu.

En minn smekkur er vægast sagt ekki Eurovision smekkur þannig að Ísland, Serbía og Grikkland gætu alveg unnið annað kvöld, þannig að ég ætla ekki að leggja neitt undir.

Eurovision platan er ekki plata sem ég kem nokkurn tímann til með að hlusta á aftur og fær þar af leiðandi bara 1 stjörnu fyrir skemmtanagildi – þó að ég sé viss um að skemmtanagildið sé aðallega fólgin í umgjörðinni, partíunum og rökræðunum um keppnina.

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews. Bookmark the permalink.

One Response to EUROVISION SONG CONTEST 2010 (2010)

  1. halldor says:

    Þýskaland vann – og Ísland í 19. sæti – óþægilega sannspár.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *