BAND OF HORSES – INFINTE ARMS (2010)

Band of HorsesBand of Horses var stofnuð af Ben Bridwell fyrst undir nafninu Horses 2004. Ári síðar gefa þeir út EP plötu, Tour EP, safn af prufuupptökum og hljómleikaupptökum.

2006 kom út fyrsta breiðskífan Everything All the Time með lögunum The Funeral og The Great Salt Lake.

Cease To Begin, sem kom út 2007 innhélt síðan singlana Is There A Ghost og No One‘s Gonna Love You.

Fyrri breiðskífan gerði ekki stóra hluti þó að hún vekti athygli áhugasamra spekúlanta. Ben Bridwell gerði Cease To Begin með algerlega nýju bandi og náði fleiri eyrum og platan kom ágætlega út á árslistum 2007.

Það má segja að Infinte Arms sé meiri hljómsveitarplata, því aðrir meðlimir taka ákveðnari þátt, eru ekki bara gestir.

Músíkin er alvarlega gamaldags 70‘s popp/folk í anda Crosby Stills & Nash, Crazy Horse og America.

Lögin eru öll sterk og vinna á. Productionin  er góð enda komnir á stóra útgáfu, lögin öll fullkláruð, flottar raddir flott sánd, flottar poppskreytingar og mikið kántrí skótið.

Minnir á Jayhawks fyrst og fremst í mínum huga, einnig má heyra mörg önnur áhrif eins og Supertramp (On The Way Back Home), Big Star (Alex Chilton)

Compliments og Laredo eru fyrstu singlarnir. Loredo er reglulega flott, sama má segja um On The Way Back Home, Older byrjar með gítarsándi sem er líkt Teach Your Children fetilgítarsándið og þar af leiðandi Grateful Dead – og auðvitað Jayhawks.

Mér finnst þetta frábærplata, flott lög, skemmtilegt popp/country rokk =ekta Americana.

Lúkkið á bandinu er púra 70´s götuútlit, með sítt ógreitt hár, ósnyrtan skegghýjung, í gallabuxum og bol – en eitt er frábrugðið: allt þetta tattú! – þeir verði flottir öldungar þessir með alls kyns meiningar tattúveraðar á allan líkamann.

En platan fær 4 stjörnur

Sem þýðir að ef þú átt aukapening og ert búinn að kaupa meistaraverkin og þá sem þú safnar og vilt bæta einu besta nýja bandinu í safnið þá er þetta hún.

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *