POTTÞÉTT 52 (2010)

0021983 hófst úgáfa í Bretlandi undir heitinu Now That‘s What I Call Music á merki EMI og Virgin. Þetta var vönduð útgáfa með öllum vinsælustu lögunum á tveimur LP plötum.

Það hafði ekki áður tekist að gefa út svona góðar plötur með nýjustu vinsælustu lögunum. Reyndar var ekki samstaða allra útgáfufyrirtækjanna í byrun og CBS og Warner gáfu út sína útgáfu sem hét The Hits Album, en í kringum 1990 sameinaðist útgáfan í Now útgáfuna.

Now útgafan er í dag komin í 72 plötur (auk sérútgáfu), eftir tæplega 27 ár.

Ameríkanar byrjuðu ekki fyrr en 1998 og eru komnir í númer 33.

Um 30 önnur lönd hafa nýtt sér Now lógóið, en aðrir eins og við hér á Skerinu, höfum sparað okkur höfundarréttarkostnaðinn og búið til okkar eigin heiti.

Strax 1983 reyndu Fálkinn og Steinar að starta íslenskum seríum, en héldu ekki dampi af mismunandi ástæðum. Skífan hóf útgáfu Pottþétt seríunnar 1995, ef ég man rétt. Þessi útgáfa er nú komin upp í númer 52.

Pottþétt plöturnar safna saman öllum helstu topplögunum í Ameríku og England og vinsælustu íslensku smellunum á hverjum tíma.

Oft eru þetta lög sem eru ekki til sölu á smáskífum eða öðrum plötum, heldur gerð sérstaklega fyrir Pottþétt plöturnar og útvarpsspilun.

Íslensku lögin á 52 eru 11 talsins. Nokkir eru með lög af væntanlegum plötum og þar eru Ingó og Veðurguðirnir með “Ef ég ætti konu”, Hvanndalsbræður með “Fjólu” og Friðrik Dór með lagið “Hlið við hlið”.

Tvö laganna er bara á Pottþétt 52, Pétur Ben og Eberg með “Come On Come On”  og Last Boy (Birgir Ísleifur) með “Time To Let Go”.

Síðan koma “áheslulög” af vinsælum plötum: Dikta er með “Thank You”, OurLives með “Anything Can Happen Now”, Hjálmar með “Taktu þessa trommu”, Hjaltalín með “Sweet Impressions”, Bloodgroup með “My Arms” og Páll Óskar með “Sönginn um lífið”.  Allt af vinsælum plötum síðasta árs.

Verðugar útgáfur.

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *