100 ÍSLENSK LÖG Í FRÍIÐ (2010) Safn

102Á undanförnum árum hefur Sena leitað í eldri útgáfur sínar og gefið út hinar ýmsu safnplötur bæði heildarsöfn, endurútgáfur og períóduplötur og stemmningsplötur.

100 íslensk lög í fríið fellur undir stemmningsútgáfur. Þetta er útgáfa í Evrópskum stíl, þ.e.a.s. þetta er borið fram sem neysluvara til að spila í bílunum til dæmis. Þessar útgáfur eru tiltölulega ódýrar 6 plötur í kassa.

Þessum sex plötum er skipt um í 6 þema, þ.e.a.s. Afa og ömmuplata, Mömmu og pabbaplata, Unglingaplata, Barnaplata, Grínplata og Útileguplatan.

Lögin eru ekkert í flóknara vali en það og á Afa-, Mömmu- eða Unglingaplötu eru auðvitað ekki endilega skýr skil. Hefði getað verið lög frá áhveðnum tímum líka.

Þessar þrjár renna vel og valið mjög þægilegt.

Meðal Afa- og ömmulaga eru Sveitapiltsins draumur, To Be Grateful og Reyndu aftur.

Mömmu- og pabbalög eru t.d. Manstu ekki eftir mér, Lukkutroll og Ég vil fá mér kærustu.

Unglingalögin eru t.d. Thank You, Stay By You og Ef ég ætti konu.

Barnaplatan var prófuð sérstalega á afabörnunum um síðustu helgi og þau virtust þekkja lögin vel og syngja með og hafa gaman af sögunum. Þarna má finna Bessa Bjarna segja sögur, Latabæ og Sveppa.

Svo er það útileguplatan sem er safn af lögum sem hafa verið vinsæl um kringum sumarhátíðir okkar Íslendinga eins og Lífið er yndislegt, Gestalistinn og Kósíkvöld í kvöld, lög sem fólk syngur með, bara vel heppnað val.

Grínplatan er ekki sniðin að mínum húmór. Mér finnst Tvíhöfði og Jón Gnarr afskaplega leiðinlegir sem húmoristar og sjálfhverfir. Sama segi ég um Fóstbræður. Íslenskum húmor hefur farið mikið aftur ef hann var þá einhvern tímann góður. Og engan veginn sambærilegur við góðan breskan húmor þó sá íslenski virðist oft hafa verið stolinn og ekki einu sinni skrumskældur úr enskum gamanþáttum. En Kaffibrúsakarlarnir hafa elst vel, þó mig minni að ég hafi ekkert verið að hrósa þeim mikið þegar ég dæmdi plötunna þeirra fyrir margt löngu. Og auðvitað standa Baggalútur og Laddi fyrir sínu.

Flest laganna eru með upprunalegum flytjendum en þó eru nokkrar endurvinnslur inn á milli sem er ekkert verra.

Þetta eru plötur sem maður setur í bílinn og þær eru þar þangað til að næsta safn kemur!

Þrælsniðugur útgáfur / 3 stjörnur (grínið er í mínus og umslagið er auðvitað cheap, en samt eru upplýsingarnar í smáletrinu faglegar, sem er ekkert alltaf á svona útgáfum erlendis.)

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *