THE NATIONAL – HIGH VIOLET (2010)

51BsfcbRtdL._SL500_AA300_[1]Það hefur verið  mikið að gerast í Americana músíkinni á árinu og mikið af 10-20 ára gömlum böndum að springa út, gefa út hjá stærri útgáfum og freista gæfunnar og taka sénsinn.

The National er ekki sérlega nýtt band og ekki sérlega frumlegt. Eftir 8 ár í öðrum böndum varð The National til 1999 og fyrsta platan kom tveimur árum síðar.

Hljómsveitin er skipuð tveim pörum af bræðrum og söngvaranum Matt Beringer.

High Violet er fimmta breiðskífa þeirra, eða sú sjötta, því þeir hafa gefið út 12 laga Ep plötu!

Fyrsta platan The National kom út 2001 og Sad Songs For Dirty Lovers kom út 2003, báðar á þeirra eigin merki. En frá 2005 hafa plötur þeirra komið út á Beggars Banquet; Alligator 2005, Boxer 2007 og EP platan Virgina EP 2008, sem var safn afgangslaga og hljómleikalaga m.a. útgáfa af Mansion on The Hill eftir Bruce Springsteen sem er þess virði að eiga/heyra.

Músíkin minnir mig ýmist á Fine Young Cannibals (sem er ekki gott) í Sorrow, Anyone‘s Ghost og Bloodbuzz Ohio eða Gordon Lightfoot (smá skrýtið) í lögunum Terrible Love, England og Runaway, og David Bowie (enda eru þeir dálítið að fá lánað hjá honum) í laginu Afraid Of Everyone. Þið munið kannski eftir I‘m Not Afraid Of Americans?

Þeir hafa sjálir líkt sér við REM og Smiths. Það á kannski eitthvað við textana.

Raddsvið baritónraddar Matts heftir þá að vissu leyti en gefur þeim stílinn í staðinn.

Tónlist er stundum hægt að lýsa í litum. Ég heyri bara gráa, brúna og grágræna liti í þessari tónlist. Ekki svart hvítt eins og gömlum hráum blús. Ekki skrautlegt eins og í hippamúsíkinni ekki hlýja liti eins og hjá mörgum ballöðusmiðum.

Matt hefur sagt að hann semji textana þegar hann er einn heima, liggjandi í sófanum með áhyggjur og þráhyggjur af öllu milli himins og jarðar …. það skýrir svo sem ýmislegt!

Upphaflega vinnulýsing plötunnar var „laus ull“ og „heit tjara“. Ég er sammála því að það er spes ullartjöru stemmning yfir þessari plötu, en samt dálítið þurr!

Líklega stefndu þeir að glaðlegri plötu upphaflega en það er bara ekki þeirra still. En fyrir bragðið er hún aðgengilegri. 

En þrátt fyrir allt þetta tuð þá finnst mér platan ágæt þó ég sé ennþá á því að Sad Songs For Dirty Lovers sé betri. Betri lög betri stemmning. Ég var eiginlega búinn að gefast upp á að bíða eftir því að þeir færu að blómstra. High Violet er hins vegar vandaðari, stærri hljómur, stærri lög, og síast án efa mjög vel inn.

Þessi plata verður þess valdandi að ég gef þeim aftur séns á næstu plötu þeirra.

Bestu lögin? Conversation 16, er flottasta lagið, en Anyone‘s Ghost, Bloodbuzz Ohio, Afraid Of Everyone og England. Allt flott útvarpsvæn lög.

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews. Bookmark the permalink.

One Response to THE NATIONAL – HIGH VIOLET (2010)

  1. John Torres says:

    I’m a big fan. Recently did a version of “Bloodbuzz in Ohio” enjoy.

    p.s. if you like, I can send you the mp3 just email me at john@johntorres.com

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *