ELI PAPERBOY REED – COME AND GET IT (2010)

51VxBDYiJvL._SL160_AA115_[1]Eli Husock er fæddur 1984, á Boston svæðinu og sem sagt 26 ára gamall. En hann var alinn upp við músík og gat gripið í gott úrval tónlistar sem foreldrar hans áttu á plötum. Hann varð hugfanginn af blús og soul og gospel músík og “öskrurum” eins og James Brown og Sam og Dave. Han byrjaði á því að covera Ray Charles og Sam Cooke. Og allar hinar hetjurnar sem hann var farinn að grafa upp í safnarabúðum á vinyl. Fyrsta platan kom út 2005 og hét Walkin’ And Talkin’ & Other Smash Hits. Þar er fullt af góðum cover lögum og hún er skemmtilega hrá, áköf og spennandi. Næsta plata var Roll With You sem kom 2007. Meira blús – minna hillbilly – tempraðra og alvarlegra. Meira frumsamið efni, viðurkenningar frá Mojo og Rolling Stone. Come And Get It er síðan fullorðinsplatan, sú fyrsta á stóru merki (Capitol), öll lög frumsamið nema eitt. Alls ekki jafn spennandi en lögin hljóma eins og þau hafi öll verið hit á árunum 1966-1971. Það má benda á Otis Redding, Marvin Gaye, Wilson Pickett, Sam Cooke, Sam & Dave, en blessaður drengurinn minnir mig l+ika á Paul Young og Daryl Hall og Sálina hans Jóns míns í byrjun, það sem kallað var plastik “soul”, eftirlíkingar hvítra krakka sem náðu aldrei almennilega soulinu. Mér finnst þetta ágætt, ég er ekkert að kvarta, en er þetta í sama klassa og Otis, Ray, Sam, Wilson og Marvin? Nei, þetta er meira svona skemmtiatriði í brúðkaupi þegar þú hefur ekki efni á stjörnunnni (Elton eða Tom Jones). En hann nær þó soulinu betur en flestir og er ekki að hylja það að hann sé hvítur. Lögin eru fín, stemmningin er góð, spilamennskan er afbragðs góð, hann gæti alveg náð sama flugi og Amy Winehouse, ef hann væri jafn öflugur í almennatengslum. Það kostar reyndar fórnir. Þetta er brilliant partíplata með rómantíkina og fjörið á hreinu! Fin plata og góð áminning til að draga fram klassíkina með Otis, Marvin og Sam Cooke. Þetta verður ekki ein að bestu plötum ársins. Ég tékkaði á fyrri plötunum og finnst sú fyrsta best. Ég líki þessu við Amy Winehouse og Paul Young, hvorki verra né betra en hann verður að hitta almennilega í gegn áður en hann kemst í þeirra klassa annars gleyma honum allir. Hann semur góð lög sem minna okkur á lög sem slógu í gegn og hann kann að stæla þá bestu. Hún fær með 3 stjörnur. Bestu lögin eru Come And Get It, Name Calling og You Can Run sem minnir reyndar á Creedence Clearwater Revival. Síðan er Pick Your Battles með strengjum og alles, ekta Paul Young. Man einhver eftir Paul Young?

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *