EDWARD SHARPE & THE MAGNETIC ZEROS – UP FROM BELOW (2009)

51n9EHUUSAL._SL160_AA115_[1]Alex Ebert  virðist vera alvarlega truflaður millistéttar bandarískur einstaklingur frá Los Angeles með mikið af komplexum og vafasamri fortíð.

Upphaflega ætlaði hann að verða rappari en eftir hafa verið í hljómsveit sem hét Lucky 13’s stofnaði hann Ima Robot 1997, þá 19 ára gamall. Fyrsta plata þeirra Ima Robot kom út 2003 og náði lagið Dynomite nokkrum vinsældum og þeir komu fram í þætti David Letterman.

2006 kom önnur plata þeirra Monument For The Masses og smáskífurnar Creeps Me Out og Lovers In Captivity.

Alex hefur lifað LA partílífinu með viðeigandi viðhengi sem er eiturlyfjanotkun. Eftir 12 spora meðferð ákvað hann að gera breytingar, hætti með þáverandi kærustu, lifði við þröngan kost í heilt ár með uppblásna dýnu sem eina húsgagnið í lítilli íbúð -fullkomlega úr tengslum við „venjulega“ umheiminn.

Alex bjó til nýja persónu Edward Sharpe, sem er messías sendur á jörðu til  að lækna og bjarga mannkyninu er var truflaður af stúlkum og alltaf að verða ástfanginn!

Ein slík stúlka var Jade Castrinos sem hann hitti fyrir utan kaffihús í LA. Þau fóru að semja músík og stofnuðu Edward Sharpe & The Magnetic Zeros.

Samband þeirra entist ekki (kannski varð hann aftur fyrir stúlkutruflunum) en bandið entist og varð 10 manna hippaband, sumir gamlir æskuvinir Alex. 

Up From Below kom út í fyrra  og lögin Carries On, Simplest Love og 40 Day Dream komu út á smáskífum í fyrra og Home í ár en það hefur verið að vekja smá athygli.

En líklega kemur önnur Ima Robot plata út á þessu ári.

Músík Magnetic Zeros er svona hippa popp með kántrí ívafi. Þau eru dálítið mikið að leika allt, ekkert sérlega einlægt nema að vera hippi, pönkari, eða hvað sem er hip hér og nú. Lögin eru ágæt en ég set þessa tónlist í sama rekka og Spinal Tap og Rutles nema hvað þau eru hugsanlega ekki að gera þetta í gríni sem er dálítið sorglegt.

Home er mest áberandi lagið með blístrinu, trompetinum og rappinu á milli þeirra Alex og Jade, sem á að vera svona Johnny Cash og June Carter, Nancy Sinatra og Lee Hazelwood.  En fullt að lífi og fjöru og eftirminnilegum viðlagi.

Jade er skemmtileg söngkonu sem minnir mig ögn á Michelle Shocked sem einhver man eftir kannski.

Textarnir eru misgóðir, sumir undir áberandi áhrifum frá ákveðnum Bob Dylan lögum, 12 sporin með Jesús við stýrið, Rolling Stones Sympathy For The Devil smá stuldur þaðan, en áberandi,  David Bowie er þarna og fullt af spaghetti vestra músík enda Mexíkanskur trompetleikur út um allt.  Hann virðist hafa hlustað á marga og þá er oft erfitt að komast hjá því að lögin minni á eitthvað sem maður hefur heyrt.

En mér finnst dálítið óþægilegt að þau minna mig á Charles Manson og fjölskylduna hans!

Þessi plata verður ekki á mínum árslistum hvorki þetta ár né listans í fyrra.

Margt gott og efnilegt, en ekki nóg til að hlaupa út í búð og kaupa plötuna, hvað þá að fara að safna plötunum hans.

En hún er nógu góð til að fá 3 stjörnur.

Bestu lögin eru Home, Kisses Over Babylon og Come In Please og Jade

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *