JACK JOHNSON – TO THE SEA (2010)

414xslqzmxL._SL160_AA115_[1]Jack Johnson brimbrettastrákurinn frá Hawaii hóf tónlistarferil sinn 2001 með plötunni Brushfire Fairytales, eftir afa þurft að hætta á brimbrettinu.

Jack er víst sonur frægs brimbrettakappa og var sjálfur á brettinu frá 5 ára aldri til 17 ára aldurs þegar hann stórslasaðist við leikinn og varð að hætta. 2000 gerði hann brimbrettakvikmynd og samdi músíkina sjálfur.

Næsta á eftir Ævintýrunum kom On And On 2003, síðan In Between Dreams kom 2005, sem fór í 1.sæti í Ástralíu og Bretlandi, 2006 kom út kvikmyndaplatan Singa A Longs And Lullabies For The Film Curious George sem fór í 1. Sæti í Bandaríkjunum, Ástralíu og Kanada,  Sleep Through The Static kom síðan 2008 og fór í efsta sætið í Bandaríkjunum, Ástralíu og Kanada, Írlandi og í Bretlandi. Konsertplatan En Concert kom 2009 og nú þessi To the Sea, sem hefur náð 1sta sætinu í Bandaríkjunum, Ástralíu og Kanda, Swiss og Englandi.

Engin smá velgengni þetta, en þekkið þið eitthvað vinsælt lag með honum? Mér finnst þetta smá skrýtið hvernig hægt er að selja svona svakalega mikið án nokkurra lykil laga.

Ég  tékkaði á músíkinni hans fyrir nokkrum árum og heyrði ekkert sem heillaði mig, þægilegt gítar/pianó gutl og meðalgóðar vellu melódíur. Enginn Cat Stevens, enginn Don McLean, enginn James Taylor einu sinni.

En það breytir því ekki að strákurinn er búinn að selja margfalt meira af sínum plötum síðustu 10 árin heldur en þeir gömlu góðu þrátt fyrir að þeir hafi gert mun betri plötur, betri lög og lagt margfalt meira á sig. En lífið er ekki endilega réttlátt.

En hver kynslóð þarf að eiga sínar hetjur og krúttið hann Jack er ímynd heilbrigði og einlægleika, einfaldleika og Bandaríkjanna, enda mjög vinsæll á Ástralíu og á Nýja Sjálandi. Og svo tekur hann plöturnar sínar upp í stúddíóum sem eru lífræn, knúin af sólarorku.

Reyndar er skrýtið að lögin hans hafa ekki slegið sérstaklega í gegn þó að plöturnar hafi selst í trukkaförmum.

Hvað finnst mér svo um þessa plötu?

Hún er þægileg, líður vel í gegn, einföld að öllu leyti; söng spili og lögum. Lögin grípa mig ekkert sérstaklega þrátt fyrir ítrekaða spilun.

Þetta er ekta smástelpuplata, sólbrúnn myndarlegur brimbrettastrákur sem syngur angurvær ástarlög án þess að vera barnalegur. Textarnir eru „djúpir“ um sambönd og pælingar um lífið og tilveruna.

Þessi plata kveikir ekki í neinum tilfinningum, hún er hvorki vondar né góðar, hvorki leiðinleg né skemmtileg, ég bara næ ekki einbeitingu að hlusta á Jackinn. Þetta er í mínum huga bar lyftumúsik og ágæt sem slík. Hef enga reynslu af brekkusöng með Árna Johnsen hvað þá varðeldasöng á ströndinni þannig að ég bara tengi ekki í samband.

2 stjörnur.  Og ég hlakka til að hlusta á eitthvað annað.

Hvaða lög? You & Your Heart er fyrsti singúllinn en komst hæst í 20. Sæti í Ameríku …

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *