FANFARLO – RESERVOIR (2009)

51R4pGTLNhL._SL160_AA115_[1]Hljómsveitin Fanfarlo kemur fram í Bræðslunni á Borgarfirði eystri á laugardaginn og einnig fram í Reykjavík daginn eftir á Café Rosenberg.

Hljómsveitin Fanfarlo gerir út frá London og var stofnuð af svíanum Simon Balthazar árið 2006.  Fanfarlo er fimm manna (var sex) folk / indie rock / post punk band sem stillir upp trompet, fiðlu, syngjandi sög, klarinetti og mandolíni á móti gítar, bassa og trommum.

Fyrsta plata sveitarinnar, Reservoir, kom út í fyrra og var það Peter Katis sem sá um upptökur.  Hann hefur unnið með Interpol, The National og Jónsa.
Fanfarlo hefur vegnað vel og hafa meðal annars átt lög í þáttunum ‘Grey’s Anatomy’ (Ghosts) og ‘House’ (Fire Escape), komið fram hjá David Letterman, Jimmy Fallon og Carson Daly og átt lög í auglýsingum (Walls í Canon).

Áður en stóra platan komu út komu smákífurnar Talking Backwards, sama ár og bandið var stofnað 2006, síðan You Are One Of The Few Outsiders Who Really Understands Us 2007, síðan kom Fire Escape 2007 og Harold T Wilkins 2008 en þau eru bæði á plötunni. Drowning Man og The Walls Are Coming Down komu út í fyrra, en Harold T var síðan gefið út aftur í ár og á Plötubúðadaginn kom You Are One út á 7 tommu.
Nýtt lag með sveitinni ‘Atlas’ er eitt þeirra laga sem valið var fyrir Twilight Eclipse diskinn sem nýverið kom út.  Meðal listafólks sem einnig eiga lag á diskinum eru Muse, Florence + The Machine, The Dead Weather, Bat For Lashes og Vampire Weekend.

Nafnið er fengið úr smásögu eftir Charles Baudelaire sem heitir La Fanfargo, en hann var franskur rithöfundur á 19. öld en frægast ljóðabók hans var The Flowers Of Evil. Mörg bönd hafa leitað í smiðju hans, Cure, Celtic Frost, Midnight Sun, Art of Noise og Dustin Hoffman hefur vitnað í hann og hann þýddi Edgar Allan Poe á frönsku.

Myndböndin við Harold og  TheWalls er vert að skoða á You Tube.

Reservoir er brilliant debut. Nafnið bendir til uppsafnaðs lagaforða en það er auðvita oft einkennandi fyrir fyrstu plötu.

Fanfarlo minna á Talking Heads (Finish Line), Echo & The Bunnymen og Franz Ferdinand, Arcade Fire, Midlake, Mumford & Sons, National, Sigur Rós, sem eru vinir þeirra, og fullt af nýrri USA indie böndum.

Sjómannalög, valsar og folk músík eru líka óhrifavaldar. Þau skiptast mikið á hljóðfærum og spila flest á fleira en eitt hljóðfæri. Simon Balthazar hinn sænski leiðtogi og söngvari spilar td á gítar, píanó og klarinett, Cathy Lucas sem syngur með honum og Leon Beckenham spila síðan á flest hljóðfæri sem hægt er að spila á.

Lögin eru öll nokkuð góð og ég get vel trúað því að platan vaxi enn frekar við meiri hlustun.

Upptakan er góð – þau finna broddinn í hverju lagi og undirstrika með söng, óvenjulegu spili, taktbreytingum og ýmsu öðru sem gera góða plötu góða.

Fire Escape og The Walls Are Coming Down eru popplögin með viðeigandi brú og viðlagi, bæði öruggleg flott hljómleikalög. Talking Heads áhrifin eru sterk í Finish Line, Drowning Man og Harold T Wilkins lagið um breska blaðamanninn sem skrifaði um flúgjandi furðuhluti og pyntingartæki (!) í byrjun síðustu aldar, bæði satt og logið, hreint afbragð með góðum húkk.

Echo & The Bunnymen eru áberandi í I‘m A Pilot, sem er flott popp rock.

Ghosts og Luna eru svona post punk lög með einföldum áberandi bassa fyrra lagið smá nikk til Stranglers og seinna lagið kannski til Midlake, Arcade Fire eða National og Hold Steady, allt bönd sem þið eigið að tékka á.

If It Is Growing  er einfalt vögguljóð og Good Morning Midnight loka lagið er bara nokkrar æfingarlínur á kassagítar.

Stúlkan á umslaginu er Sigurrós systir Jónsa í Sigur Rós. Og þess má geta að umslagið er andlag hljómleikamyndar um bandið sem er væntanlegt en þar poppa stúlkurnar upp á ýmsum stöðum í ýmsum myndum.

4 stjörnur og gæti hæglega enda á árslista síðasta árs þegar ég endurskoða hann næst.

http://www.youtube.com/watch?v=PsXhQfIZD2c   The Walls

http://www.youtube.com/watch?v=pySzy1wepdg   Harold

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *