GUNNI OG FELIX – LIGGA LIGGA LÁ (2010)

002

Gunni Helga og Felix Bergs eru líklega þekktastir fyrir að stjórna barnatíma sjónvarpsins um árabil. Þar fífluðust þeir og léku og sungu (líkt og er gert enn í dag).

Felix var reyndar söngvari Greifanna og Gunni í leiklistarnámi. En þeir hafa gefið út þrjár plötur saman áður en það var 1997 og 1999 (2)! Og allt barnaplötur, þar af ein jólaplata.

Ligga Ligga Lá er líka barnaplata þó sum laganna hafi kannski ekki verið hugsuð sem slík. En þetta eru allt lög sem Ómar Ragnarsson gerði vinsæl og samdi alla texta við og meira að segja þrjú laganna líka.

Þetta er 13 lög og í raun bara brot af því besta frá kallinum. Þeir Gunni og Felix gera lögunum góð skil röddin hans Gunna er orðin fullorðin og skrækurinn að mestu horfinn og Felix verður bara betri með árunum.

Þeir tengja lögin með smá röfli á milli laga sem fólk getur stokkið yfir en mér fannst það nokkuð skemmtilegt. Auðvitað voru þetta skemmtileg lög og hluti af tónlistaruppeldi útvarpsins (gömlu Gufunnar). Ég tengi Jóa útherja allta við 14-2 leik landsliðsins við Dana (þá skammaðist maður sín heldur betur). Ferðalögin Þrjú hjól undir bílnum og Óbyggðaferð eru enn frábær, en nú er kellingin með GPS í stað vegakorts.Bróðir minn, Ég er að baka og Lok Lok og læs eru allt perlur barnalaganna og Hláturinn lengir lífið og Sumar og sól eru sígild. Gott undirspil hjá Jóni „góða“ Ólafssyni og gaman að sjá Brian Pilkington umslag aftur.

Þetta er einfaldlega góð barna/skemmtiplata og fín í bílinn á ferð um landið.

Og það er vel við eigandi að heiðra Ómar sjötugan.

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *