ÞORVALDUR HALLDÓRSSON – SYNGUR SJÓMANNALÖG (1966) EÚ

001Þorvaldur Halldórsson sló í gegn með hljómsveit Ingimars Eydal sem virtist unga út góðum söngvurum á sínum tíma, Vilhjálmur Vilhjálmsson, Þorvaldur Halldórsson og Bjarki Tryggvason.

Þorvaldur sló í gegn með lögunum Á sjó og Hún er svo sæt.

Þorvaldur Halldórsson syngur sjómannalög kom út árið 1966 sem klassísk 12 laga plata. Hún kom í kjölfar lagsins Á sjó sem hafði komið út á 4ra laga smáskífu árið áður. Hljómsveit Ingimars Eydal sér um undirleikinn og útsetningar. Lögin urðu sum hver mjög vinsæl eins og Ég er sjóari, Sailor á Sankti Kildu, Sjómannavalsinn og Gefi þá góðan byr.

Óskalög sjómanna var einn vinsælasti útvarpsþátturinn á þessum tíma og tilvalið að gefa út sjómannalög.

En það er líka gaman að fá svona gersemur endurútgefnar í sinni upprunjalegu mynd og með auka efni því tvö sjómannalag í viðbóð eru á plötunni hið vinsæla Á sjó og lagið Ólafur sjómaður sem var á plötu sem líka var gefin út 1966 með úrslitalögum úr Danslagakeppni útvarpsins.

Þessi plata er góður minnisvarði um liðna tíð, góð sjómannalög, gott spil og útsetningar. Já bara góð plata.

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *