KYLIE MINOGUE – APHRODITE (2010)

41X14SZx5IL._SL500_AA300_[1]Ástargyðjan? Já því ekki?

Aphrodite er ellefta stúdíóplata Kylie. Hún sló í gegn 18 ára í sjónvarpsþáttunum Neighbours, árið 1986, en hún hafði þá leikið í sjónvarpsþáttum síðan hún var ellefu ára. Tónlistarferill hófst ári síðar í Ástralíu með Locomotion sem sat í 1. sæti í 7 vikur.

Og þaðan lá leiðin til Englands þar semm hún gerði 4 plötur með Stock Aitkin og Waterman sem voru miklir lagasmiðir á þessum árum og áttu fyrsta sætið oftast í Bretlandi á níunda áratugnum. Með þeim 17 laga hennar á top tuttugu þar af 9 á topp 3 og 3 í 1sta sætið.

Þetta var Cute Kylie tímabilið.

Næst var það Indie Kylie bæði það að hún réði ferðinni sjálf og jók orðstýr sinn með því að syngja með Nick Cave á Murder Ballads og líklega lagið Where the Wild Roses Grow langvinsælasta lagið hennar á Íslandi.  Hún leitaði líka til yngri lagasmiða eins og Manic Street Preachers og fleiri.

En eftir tvær plötur ákvað hún að leggja meiri áherslu á popp diskó og að vera sexí og hefur haldið því striki síðan. Sem sagt Dance Kylie og Sexy Kylie.

Aphrodite er Popp Disco Dance í Evrópustíl mikið af synthum og 80s Gay sándi. Áherslan er á grípandi taktföst lög sem hljóma vel í útvarpi og á skemmtistöðum, þó hraðinn sé kannski ekki eins brjálaður og í techno músíkinni.

Það eru fimm smáskífur á áætlun All The Lovers með áberandi nöktu vídíói er fyrst, og er flottur  útvarpspoppari, minnir á Abba eins reyndar flest lögin. Næsta smáskífa er Get Outta My Way – danslag sem ætti að fylla gólfin á diskótekum Evrópu, svo ég tali nú ekki um Gay samfélagið sem elskar hana.

Hverjir verða hinir þrír? Put Up Your Hands If You Feel Love er hittari, svo er Keane lagið Everything Is Beautiful  flott næstum því rólegt lag. Better Than Today, með línunni What‘s The Point Of Living If You Don‘t Want To Dance? Þess vegna elskar Gay samfeélagið hana. Too Much kemur líka til greina Cupid Boy og Looking For An Angel (sem er dálítið Eurythmics skotið) Can‘t Beat The Feeling.

Ég held að enginn haldi því fram að hún sé mikil söngkona en röddin er sánd – þunn og flöt en það skiptir ekki öllu máli. Hún hefur sannað það að hún veit hvað hún er að gera og hefur lifað af stjörnur eins og Tiffany, Britney og allar hinar sem ég er búin að gleyma hvað heita. Virðist vera þrælklár, 11 plötur  68 milljónir platna seldar. Það þarf meira en Pretty Face er það ekki.

Og svo má ekki gleyma tengslum hennar við Ísland. Emiliana Torrini samdi lagið Slow sem var síðast lagið sem sló verulega í gegn 1sta sæti út um allan heim. Og Pétur Hallgrímsson, gítarleikari úr Hafnarfirðinum, spilaði með henni upp úr 2000 á hljómleikum.   Og Cave er náttúrlega Íslandsvinur.

Platan er vel framreidd, upptakan og sándið ótrúlega gott 80‘s syntha Popp sánd. Hvert einasta lag gæti verið Topplag á vinsældalistum um alla Evrópu. Austur Evrópa ætti að liggja að fótum hennar, sem og Gay samfélagið.

Þetta er ekki mín músík en ég get alveg viðurkennt að þetta er vel gert og þarna eru mörg lög sem gætu slegið í gegn. Og það er ekkert eitt lag sem er óklárað í hugmyndavinnu útsetningum eða undir standard. En á móti verð ég að segja að þetta er neyslumúsík ekki neitt listrænt afrek, en það má segja um margar plötur.

3 stjörnur fyrir velheppnað danspopp með sterkum Abba keim.

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *