EIVÖR – LARVA (2010)

eivor-larva[1]Það er varla nokkur maður sem er ekki sammála því að hin Færeyska söngkona Eivör Pálsdóttir er eitt mesta talent sem sem fram hefur komið á síðustu árum.

Hún hefur heillað íslensku þjóðina með frábærum sönghæfileikum sínum og einlægri framkomu.

Eivör er lika eini „útlendingurinn“ sem hlotið hefur íslensku tónlistarverðlaunin, árið 2003 sem best s0öngvarinn og besti flytjandinn.

Hún gaf út sína fyrstu sólóplötur árið 2000 þá aðeins 16 ára gömul. Platan bar nafn hennar og innihélt frumsamda tónlist í þjóðlagastíl að mestu en þó í jazzskotnum stil. Allt sungið á færeysku nema eitt á dönsku. Einföld og þægileg plata, en gaf þó í skyn hvað var í vændum.

Áður en hún gaf út aðra plötu sína söng hún á plötum færeysku hljómsveitanna Clickhaze, sem hún var miðlimur í,  sem er rokk band og Yggdrasil sem er jazzband.

2003 kom út platan „Krákan“ sem vakti mikla athygli hér og hún vann tvenn Íslensk tónlistarverðlaun. Krákan var gefin út af 12 Tónum, en tekin upp í Noregi og meðal hljóðfæraleikara vorur Pétur Grétarsson og Birgir Bragason.  Stillinn var sterkur og þungur þjóðlagastíll með progressívum skreytingum, kannski í beinu framhaldi af Íslandsklukkum og vinsældum færeysku hljómsveitarinnar Týs.

Tvö laganna eru færeysk þjóðlög, átta eru eftir Eivöru sjálfa, þar af er eitt laganna flutt í tveimur mismunandi útgáfum og sungið á færeysku og íslensku, og varð lagið „Nú brennur tú í mær“ mjög vinsælt hér.

Ári síðar kom þriðja platan „eivor“. Þetta var „önnur“ íslenska platan hennar, gefin út af 12 Tónum.  Hún hafði þá verið á Íslandi meira og minna undanfarin ár, var í klassísku söngnámi og spilaði og söng mikið hér.

Á plötunni eru þrjú íslensk lög og voru lögin „Við gengum tvö“ og „Ég veit þú kemur í kvöld til mín“ mjög vinsæl hér. Einnig voru fjögur lög á ensku og fjögur á færeysku.

2005 fór hún til Danmerkur og tók upp plötu með hinni stórgóðu Danish Radio Orchestra sem heitir Tröllabundin, þar sem hún tók upp nýjar útgáfur af lögum af plötunum þremur .

Human Child / Mannabarn var hennar metnaðarfyllsta verk til þess tíma. Hún fór til Írlands og fékk Donal Lunny til að taka upp keltnesk sándandi plötu sem gæti náð til Folk Rock áhugamanna á Bretlandseyjum. Hún túraði Írland en allt kom fyrir ekki hún náði ekki eyrum þeirra.

Í fyrra kom síðan út hljómleikaplata með hljómleikaupptökum héðan og þaðan og ekki sérlega heilsteypt.

Larva er allt öðruvísi plata en Eirvor hefur áður gert. Þetta er framsækin tónlist, kannski smá prógressiv, leitar í hip hop electronic, bara nefna það. Hún er undir áhrifum frá Kate Bush og tekur meira að segja eitt af sérstakari lögum hennar hér, Hounds of Love, ekki endileg frábrugðið en ákveðið. 

Hvort nafn plötunnar á að merkja eitthvað, en Larva þýðir lifra eða seyði, veit ég ekki en þetta er fimmta stúdíóplata hennar og ætti að vera full mótuð. Þessi plata er áberandi heilsteypt þó að hún sé mjög ólík fyrri plötum hennar. Þetta er prógressiv plata með skírskotun í folk, rokk, jazz, hip hop, electroniku og margt fleira. Textar plötunnar eru allir nema einn á ensku.

Undo Your Mind er fyrsta lag plötunnar og það lag sem leiðir stemmningu. Hún fer um víðan völl og nýtir raddsvið sitt eins og víðar á plötunni. Seiðandi og sterkt.

All Blue er annað áherslulag plötunnur rólegt og fallegt lag sem hún hefur spilað ein á kassagítar, en hér í rafmagnaðri útgáfu.

Ég sá Eivöru fyrir mér sem bjargvætt folk rokksins en ekki arftaka Bjarkar eða nútíma progressive rokk. En ég verð að viðurkenna að Larva er eina og sér mjög góð og sérstök plata með ógrynni vel útfærðra hugmynda.

Ég tók mér góðan tíma að hlusta á plötuna og leyfði mér að skipta oft um skoðun. Ég er á því að hún hefði átt að þróa stílinn frá Human Child/Mannabarn en það er bara mín skoðun. Hér hefst líklega ný tilraun þó hún hafi fiktað í svipaðri tónlist í Færeyjum í byrjun ferilsins.

Góð þung plata sem er ein af athyglisverðari plötum ársins.

4 stjörnur.

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *