BLACK KEYS – BROTHERS (2010)

41XFPJ9zqfL._SL500_AA300_[1]Hljómsveitin Black Keys er tveggja manna hljómsveit stofnuð í Akron, Ohio í Bandaríkjunum árið 2001. Dan Auerbach sem syngur og spilar á gítar og Patrick Carney sem spilar á trommur.

Fyrsta plata þeirra kom út ári síðar, The Big Come Up og Thickfreakness kom 2003. Þessar plötur voru teknar upp við frumstæð skilyrði á 8-trakka vél heima hjá Carney, í ekta Tom Waits anda. Blússtandardinn Leavin‘ Trunk og bítlalagið She Said She Said voru áherslu lögin á fyrstu plötunni og Have Love Will Travel, Hard Case og Set You Free á annarri plötunni.

2004 kom 3ja plata Rubbery Factory, og enn var reyntr að taka upp við frumstæð skilyrði til að fanga hráleikann í miklu trommuspili í stíl John Bonham (Led Zeppelin) og hrás gítarspils í stíl Marc Bolan, Eddie Cochran og Alvin Lee (Ten Years After).  Áherslulögin voru 3 AM Automatic og Til I Get My Way og Girl Is On My Mind.

Fjórða platan Magic Potion kom út 2006 þrjú áherslulög voru You‘re The One, Your Touch og Just Got To Be.

Fimmta platan var svo Attack & Release 2008, þar sem Danger Mouse stjórnaði upptökum og þá að þeir hafa vakið athygli og selt plötur sínar ágætlega fram að þessu þá jókst hróður þeirra með samstarfinu við Danger Mouse og komst á top 20 í Billboard. Áherslulögin voru Strange Times, I Got Mine og Same Old Thing og fókusinn nákvæmari á blúsinn.

Eftir það kom Dan Auerbach með sóló plötu (Keep It Hid) og Patrick Carney með indie bandið Drummer (Feel Good) og síðan kom aukaverkefnið Blakroc sem var samstarfsverkenfi með hip hop fltjendum eins og Mos Def , Ol Dirty Bastard, Ludacris, RZA, Raekwon, Q Tip og Jim Jones. Og það er önnur Blakroc plata á leiðinni. 

En víkjum okkur að viðfangsefninu sjöttu plötu Black Keys sem heitir Brothers.

Black Keys eru hvorki svartir né bræður.

Áður fyrr voru tríóin í rokk blúsnum fræg Cream og Jimi Hendrix Experience – Nú eru það kröftugir dúettar Gítar – trommur ; White Stripes og Black Keys.

Og það er byggt á grundvallar blús, en … líka í 70s blues, Cream, Hendrix og Z Z Top auðvitað, en byggir meira á Ten Years After, Canned Heat, Led Zeppelin, og áberandi á boogie-inu hans Marc Bolan í T Rex!

Og White Stripes er einnig áhrifavaldar.

Tónlistin er hrátt blues, boogie og rock n roll, þungt trommurokk með skemmtilegum basic rokk/blús gítar og söng sem er reyndar gerður hrárri með upptökubrellum.

Gaman að heyra áhrif T Rex og Ten Years After í hinni skrautlegu tónlistarflóru dagsins,!

Ekki er ég viss um að þeir öðlist jafn almennar vinsældir og White Stripes eða Nirvana en mun frekar meðal rokk og blues áhugamanna.

Þeir eru engir nýgræðingar 6 stúdíóplötur og ótal langra EP platna og hljómleikaplatna, sólóplatna. Vinsældir þeirra hafa verið stígandi en Brothers fór í 3ja sætið í Billboard sem er mikið afrek.

Og þeir er víst mjög góðir live.

Og þeir eiga flott lag í kvikmyndinni Twilight – Chop And Change, sem er uppáhaldslagið mitt með þeim.

Já fjölmörg önnur lög í kvikmyndum sjónvarpsþáttum og auglýsum sem er víst mælikvarðinn vinsældum í dag er það ekki?

4 stjörnur.

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *