ARCADE FIRE – THE SUBURBS (2010)

51266Mk-RlL._SS400_[1]Kandíska bandið Arcade Fire hefur verið í fararbroddi nýrra banda frá því að fyrsta breiðskífan þeirra, Funeral, kom út. Funeral og platan sem kom út 2008, Neon Bible, voru ofarlega og oft efstar á árslistum virtra miðla og þeir unnu til ýmissa verðlauna. Þess má geta að þrátt fyrir stuttan feril eru áhrif þeirra á nýrri bönd veruleg nú þegar.

Bandið er sagt stofnað núverandi mynd í Montreal 2003 (þó aðrar sagnir nefni 1998) af Win og William Butler, Regine Chassagne, Richard Reed Parry og Tim Kingbury, sem eru öll ennþá í bandinu. Í dag er bandið sjö manna og auka spilarar á hljómleikum 5!

2003 kom fyrsta afurðin, EP plata sem þau seldu á hljómleikum og var þá kölluð Us Kids Know EP, sem var síðan gefin út formlega sem Arcade Fire EP. Hljómleikahaldið landaði þeim plötusamning innan árs og fyrsta breiðskífan, Funeral, kom út í Kanada um haustið 2004 og á heimsvísu í byrjun árs 2005. Ástæðan fyrir nafni plötunnar var einfaldlega sú að meðlimir þurftu að fara í óvenju margar jarðarfarir á meðan upptökum stóð, ekki að músíkin væri jarðarfararmúsík. Platan fékk frábæra dóma og seldist líka strax vel.

Um sumarið slógu þau í gegn á festivölum og sjónvarpsþættir fóru að sækjast eftir lögunum þeirra. Þau gáfu út 5 lög á smáskífur af plötunni og þar af vöktu lögin Rebellion og Wake Up mesta athygli.

Um haustið komu þau fram á tískusýningu, sem er nú varla í frásögu færandi, nema fyrir það að þar fluttu þau lagið Wake Up ásamt sjálfum David Bowie, auk þess að spila með honum lög hans Life On Mars? og Five Years. Þessi lög komu út á iTunes netútgáfu skömmu síðar og juku enn á vinsældir þeirra.

Þar næst kom hljómleikaferð með U2 á Vertigo túrnum, þar sem U2 og Arcade Fire spiluðu Joy Division lagið Love Will Tear Us Apart saman í lok hljómleikanna.

2006 keyptu þau afhelgaða kirkju rétt utan við Montreal, (í rökrænu framhaldi af Funeral?) og tóku upp næstu plötu, Neon Bible.

Neon Bible gekk mjög vel og bandið spilaði á 122 hljómleikum í kjölfarið, þar af 33 festivöl. 4 lög voru gefin út á smáskífur Black Mirror og Keep The Car Running þar á meðal.

Og þá erum við komin að nýju plötunni „The Suburbs“.

Við fengum smjörþef af plötunni í vor þegar titillagið og Month of May láku út á netið í lok maí. Tvö svo ólík lög sögðu okkur lítið um hvað væri í vændum, nema kannski að platan yrði fjölbreytt. Það eru 16 lög á plötunni og mun þéttari en áður, þ.e. betra spil, betra sánd, þó að hvert og eitt lag hafi verið pressað á lakkplötu og upptaka af henni notuð á diskinn til að ná „sama“ sánd og á vinyl!

Söngurinn kemur mjög vel út, afslappaður og öruggur og lögin virkilega góð. Þeir hafa verið að fá mun betri dóma en ég bjóst við, þar sem kritikerar eiga það til að rakka niður einmitt fáguð og vönduð vinnubrögð svo ég minnist ekki á auknar vinsældir. Reyndar sér maður örla fyrir þessum ásökunum að tilfinngarnar hafi vikið fyrir fáguninni, sem ég er engan veginn sammála. Neon Bible var reyndar vinsælli en ég bjóst við, því hún er mun þyngri og þunglamalegri en Funeral og Suburbs er hins vegar fullsköpuð poppplata. Textarnir bera keim af 10 ára þróun, og líklega öll farin að búa og komin með krakka og allt aðrar áhyggjur en áður.

“We Used to Wait” fjallar einmitt um það hvað allt þurfi að gerast hratt í dag andstætt því sem var í gær. Og enn meiri pælingar um lífið og tilveruna væntingar og vinnu, sem ég ætla ekki að hætta mér út í hér og nú.

Hljómsveitin hefur þroskast verulega og það kæmi mér ekki á óvart þó að Suburbs stæði upp úr heildinni þetta árið.

Ahrifavaldar í mínum eyrum eru Clash og Kinks, XTC og David Bowie og Brian Eno þ.e.a.s. líklega sú tónlist sem þau hlustuðu á sem unglingar. Þau nefndu Depeche Mode og Neil Young reyndar sjálf. Líklega á Neil Young samlíkingin við Month Of May annars vegar og Deep Blue hins vegar, en ég heyri ekki Depeche Mode.

Lögin :

“The Suburbs” (5:14)

Platan byrjar á flottu kæruleysislegu titillaginu sem minnir um margt á Kinks og XTC, jafnvel Blur, með píanótakti og líklega mandólíni.

“Ready to Start” 4:15

Ready To Start er 2. singúllinn af plötunni. Grípandi 80s feelingur með áberandi bassa og skemmtilegu Bowie/Eno glamri í bakgrunninn. Drífandi undirliggjandi spenna.

“Modern Man” 4:39

Mandólín strumm verður að gítarstrummi og Clash áhrifum 80s style.

“Rococo” 3:56

Rococo er ímynd þess sem þeim þykir ofskrúð og sýndarmennska. Byrjar á Neil Young hávaða gítar bassa og trommum en tekur reyndar aldrei flugið. Dálítið pönk en samt ekki.

“Empty Room” 2:51

Byrjar dálítið Madness lega en rokkar síðan í fínni sveiflu en … flott í heildinni.

“City with No Children” 3:11

Eftir þrjú rokklög í röð kemur rólegt lag en þó með hávaða bassa og drunum í bakgrunninum.

“Half Light I” 4:13

Loksins rólegt lag sungið nokkuð straight og kassagítar og strengir áður en píanó mandólín trommur og bassi bætast við.

“Half Light II (No Celebration)” 4:25

Byrjar í kaosi en rennur út í 80s rokk sánd, Clash, Big Country, U2 ? Flott busy útsetning og pottþétt hljómleikalag eins líklega öll lögin! “Suburban War” 4:45 Enn eitt lagið í Clash / Bowie/Eno stílnum. Hálfhrápað með gíturum á fullu og bassatrommunni og bassanum í Clash rokki. Orgelið á fullu með.

“Month of May” 3:50

Þrusuflott (kannski var það orðið sem aðstoðarmaður Katrínar ætlaði að nota en ruglaðist?) punk rokk. Bassi trommur gítar frumstætt boggie lag, T Rex, Status Quo og Neil Young? Svo ekki minnst á Þursaflokkinn að syngja pönk. Á fyrsta singlinum ásamt The Suburbs.

“Wasted Hours” 3:20

Byrjar í skítugu fjarrænu sándi radda píanói og gíturum glamrandi í fjarska, enda uppfylling á milli laga.

“Deep Blue” 4:28

Ballaða sungin lágt með nettum bassa og kassagítar og trommum og síðan orgeli. Dálítið sorglegt

“We Used to Wait” 5:01

Sérstakt lag og skrýtið val á smáskífu, en þetta er þriðja smáskífan. Píanótakturinn og söngurinn síast þó inn.

“Sprawl I (Flatland)” 2:54

Flatland byrjar á gítarpikki og bíl akandi í bakgrunni og söng eymdarlegum söng eins og að viðkomandi sitji með krosslagðar fætur með gítar og bakpoki við þjóðveginn!

“Sprawl II (Mountains Beyond Mountains)” 5:25

Ahh – Nikka, Talking Heads og Eno-sánd. Flott lag, ráðist á strengina á kassagítarnum og síðan sígaunafiðlur í bakgrunninn.

“The Suburbs (Continued)” 1:27

Svona loka coda minnir á Kinks í laginu Return To Waterloo með Bowie syngjandi. Flottur endir.

En þrátt fyrir allar þessar tilvitnanir í aðra listamenn þá er það meira til skýringar og til að vekja áhuga. Þessir krakkar eru að gera sína músík og að hafa jafn mikil áhrif á aðra og allar hetjurnar sem ég hef nefnt.

Ég held að þetta sé tímamótaverk þeirra og jafnvel tímamótaverk í tónlistarflórunni í dag.

Platan fór í fyrsta sæti breska listans og írska í fyrstu viku og líklegt að þeir fari beint á toppinn í Norður Ameríku um helgina.

Mjög góð poppplata í Bandarískum stíl þó að ég nefni bresk bönd sem áhrifavalda, þar sem umfjöllunarefnið minnir á góða sagnahefð í stil Bruce Springsteen (t.d. The River, Nebraska)

5 stjörnur

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews. Bookmark the permalink.

One Response to ARCADE FIRE – THE SUBURBS (2010)

  1. gudny says:

    Ertu búinn að sjá þetta: http://www.thewildernessdowntown.com/
    Virkilega skemmtilegt.
    Ath – að það þarf helst að skrá borg í Ameríkunni til að fá fram fullt vídeó – annars verða bara tómir kaflar í einum glugganum.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *