POTTÞÉTT 53 (2010)

001Nýjasta safnplatan í Pottþétt röðinni vinsælu er komin út. Á plötunum er að finna flest af vinsælustu lög sumarsins. Á Pottþétt 53 eru 15 lög með íslenskum flytjendum.

Á plötunni eru 12 íslensk lög sem ekki hafa komið út áður og eru það lög með Ingó og Veðurguðunum með 1.sætis smellinn Argentína, Ragnheiði Gröndal og The Fancy Toys, Henrik Biering og Blaz Roca ásamt Friðriki Dór, Sigurði Guðmundssyni og Memfismafíunni, Hjálmum með Blómin í brekkunni, Steinda Jr. og Ásgeiri Orra ásamt Friðriki Dór, Friðriki Ómar með Gay Pride lagið, Friðriki Dór, Baggalúti með Gærkvöldið, Júlí Heiðari ásamt Bjarti Elí, SSSól og Ólafi Arnalds og Hauki Heiðari með lag saman.
Erlendu lögin eru reyndar misvel valin, Lena ermeð Satellite, Eli Paperboy Reed með Come And Get It, Kylie Minogue með All the Lovers, Lady Gaga með Telephone og Justin Bieber með Baby, en hinsvegar finnst mér vanta bæði erlend lög sem hafa verið vinsæl hér og erlendis og magnað hvað það eru mörg DiskóRapHipHop lög. Stór hluti íslensku laganna eru áberandi illa upp tekin og hljóma frekar illa í samanburði við þau erlendu og virðist eitthvað hafa skort á gæðastjórnunina. Það er mjög sérstakt að heyra lag Baggalúts, 13. Lagið á hlið 2 Gærkvöldið, eitt innan upp gamaldags diskó rap!

En svona plötur eru eins og blaðsíða í sögunni og segir okkur að sumarið hafi verið fremur dapurlegt á vinsældalistunum!

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

One Response to POTTÞÉTT 53 (2010)

  1. Finnbogi says:

    Já er það ekki alveg makalaust hvað íslenskum poppurum tekst að láta tónlistina sína hljóa “illa”. Þrátt fyrir að mikið og gott fólk sé að vinna í kringum þennan “iðnað” hér þá er þetta eitt af því sem hefur alla tíð háð tónlistinni hér. Sorglegt.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *