JANELLE MONÁE – THE ARCHANDROID (2010)

JanelleÉg ætla ekki að segja að þetta sé vond plata, því upptakan er góð (eins og á mörgum plötum), það fullt af góðu spili, ágætar raddir (enda hægt að bjarga öllu í góðum græjum = autotune?), fullt af góðum margnotuðum hugmyndum úr hip hop, funki, poppi, R&B, Bowie, Prince, Debussy (segir hún sjálf), það er er söguþráður: Erki Vélmenni (Come On!), áhrifum frá Metropolis (bíómyndinni)og geimvísinda sögum (ekki betra en vampíru ástarsögur!)

Þrátt fyrir gífurlegt hype og mikinn stuðning frá Big Boi úr Outkast og fleirum þá sé ég ekki hvað tilgangi hún þjónar í í tónlistinn né hver sé markhópurinn.  Dómarnir í Ameríku eru flestir á því að þetta sé meistaraverk (9-10), á meðan Bretar og aðrir Evrópudómarar geispa og gefa flestir 2-4 stjörnur (af 5-10).

Ég sá myndbönd á YouTube með henni að syngja opinberlega lagið Smile – og þvílík hörmung. Hún verður að hafa allt á bandi á hljómleikum næstu árin.

Og þvílíkar söngæfingir: Whitney Houston, Lady Gaga, Chaka Khan, Prince …

Platan er einhvers konar „concept“ plata – kallað í gamla daga Rokk Ópera en þetta er ekkert rokk.

Þetta á eitthvað skilt við ódýrar dansmyndir með millisenum úr hryllingsmyndum. James Bond og Shirley Bassey (Sir Greendown, BeBopBye Ya) er greinilega áhrifavaldar ásamt, Michael Jackson (Locked Inside), Prince (Make The Bus), Diana Ross, Duran Duran (Cold War), 80‘s pop disco, Hip Hop og Grace Jones (Dance Or Die), afturábak upptökur (Neon Gumbo), Carpenters og Björk (Oh Maker) Punk , Nina Hagen (Come Alive), Sýrutónlist með fiðlum, cello, backbeat trummum a la Ringo og bergmálin, Donovan a la Hurdy Gurdy Man (Mushrooms & Roses), Propoganda, Pet Shop Boys, úff á ég að nefna meira? Debussy Clair de Lune (Say You‘ll Go), Fifth Dimension/munkakórar (57821) og söngleikjum (Suite II og III)

Þegar ég var smákrakki voru Elvis Presley og Cliff Richard að gera kvikmyndaplötur með 1-3 góðum lögum og fullt af hörmulegri kvikmyndamúsík og það þótt ekki mikið rokk.

Ég er ekki að segja að músíkin, vinnan, söngurinn sé hörmung. En mikið skelfilega er þetta klisjukennt  og leiðinlegt! Og það verið að reyna að gera allt of mikið, sem því miður endar sem grautur.

2 stjörnur fyrir það að ég get ekki sagt að þetta sé illa gert og mér finnst nokkur laganna alveg ágæt og útvarpsvæn.  Og hún er flottur dansari og týpa í myndbandinu af Tightrope.

Kannski á ég eftir að skipta um skoðun og verða sammála Kananum og Hauki (Magnússyni, meðdómara mínum í Popplandi) um að þetta sé meistaraverk?

Bestu lögin:

Tightrope

Mushrooms And Roses

Oh Maker

Cold War

Make The Bus

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *