TOM PETTY & THE HEARTBREAKERS – MOJO (2010)

TomEf það verða ekki nokkrar af plötum ársins frá lífsreyndum reynsluboltum sem kunna að búa til góð lög –  spila flott og taka vel upp – verð ég fyrir vonbrigðum.

Mojo verður ein af plötum ársins á mínum lista ásamt Paul Weller, Graham Parker og Richard Thompson og vonandi fleirum úr þeim ranni.

Ég hefði haldið að Tom Petty væri flestum kunnur hér á landi og ætti að vera þekktur fyrir American Girl, Free Falling, The Waiting, Refugee, Stop Draggin‘ My Heart Around, You Got Lucky ….

Og hann var í Traveling Wilburys og þeir spiluðu með Bob Dylan um árabil.

En ég komst að því í vikunni að fáir þekkja til hans ef frá eru taldir nokkrir rokkarar og trúbadorar sem brugðust við þegar ég sett lag á Facebókina um daginn.

Tom Petty & The Heartbreakers var stofnuð upp úr Mudcrutch sem gáfu út smáskífu 1974, og komu með sína fyrstu samnefndu plötu árið 1976, árið sem Punk fæddist.  Hálfgert suðurríkja rokk frá Florída með rætur í gömlu rokki, folk músík, blús, Dylan og Byrds, sixties, enda fæddir 1950 og síðar. Fyrsta platan vakti athygli, en ekki meira en svo, fyrr en Roger McGuinn tók lagið hans Toms American Girl, þar sem það var einfaldlega ekta Byrds lag.

Önnur platan You‘re Gonna Get It gerði ekki mikið meira, en Damn The Torpedoes sló rækilega í gegn og náði öðru sætinu í USA árið 1979 og er að koma út í heiðursútgáfu  nú í haust. Refugee, Don‘t Do Me Like That og Here Comes My Girl komust á lista líka. Hard Promises 1981 og Long After Dark 1982 héldu nafni hans á lofti eins og lögin The Waiting og You Got Lucky.

Ég ætla ekki að fara yfir allar plöturnar sem þeir eru búnir að gera síðan en nefni þó þær sem ég tel að menn ættu að hlusta á þær og kaupa.

Damn The Torpedoes, Southern Accent, Full Moon Fever, Into The Great Wide Open, Last DJ finnst mér bestar. Og Mudcrutch platan og Travelin‘ Wilburys líka.

Heartbreakers er ekta basic rokk band með folk áhrifum.  Og í bandinu eru tveir af bestu hljóðfæraleikum rokksins og líklega þeir eftirsóttustu, Mike Campbell gítarleikari og Benmont Tench orgel og hljómborðsleikari.

Live plöturnar þeirra eru líka meðal þeirra betri.

Mojo

Mojo er stórt nafn að standa undir, en platan gerir það. Þetta er grunvallar rokk músík, öllu heldur blúsrokk og minnir á gullaldarár blúsrokksins, John Mayall, Canned Heat, Ten Years After, Fleetwood Mac, John Lennon og Bítlana eins og þeir voru í „I Want You“. 

Jimi Hendrix og Doors koma upp í hugan í First Flash of Freedom, og auðvitað eru Dylan og Byrds þarna og John Lee Hooker og Leadbelly líka.

Þetta er gífurlega mikil gítarplata, tekin upp í stúdíó sem Petty á og innréttaði áður en Mudcrutch platan var gerð þar 2008 live í stúdíóinu. Mojo er næstum live, Petty kom með laga sketchur sem félagarnir fengu að klára þau með honum í stúdíóinu. Söngurinn hans Petty er sérstakur og bara Petty – ekkert annað, og Steve Ferrone er brilliant á trommunum og Scott Thurston setur sitt mark með munnhörpunni. Mike Campbell er út allt í gítarfrösum, gítarsólóum og milliköflum sem skilur reyndar ekki eftir mikið pláss fyrir Benmont Tench á orgelinu á þessari plötu þó að hann sé reyndar alls staðar í eyðunum og undir.  Og þó að blúsinn sé sterkur eru söguljóðin hans Tom‘s alltaf myndræn.

Og ekki gleyma því þetta er vinsælasta platan þeirra og komst í annað sætið í USA og er enn hátt á listum t.d. hjæá Amazon.com sem er líklega marktækasti listinn í dag.

Lögin:

Jefferson Jericho Blues – flottur blús um framhjáhald Thomas Jefferson með blökkuþræl, munnharpan á fullu

First Flash Of Freedom – mjög sérstakt með orgel og bassa í stíl Doors

Running Man‘s Bible (Here‘s one to glory & survival, and Stayin alive

Trip To Pirate‘s Cove, ekta Petty söguljóð flott lag – she‘s kinda cute if a little past her prime – stórkostleg lína

Candy – i dont drink coca cola but i sure like an old moonshine – boogie blues – minnir á lag sem ég man ekki pirrandi i like but i don´t like kannski er það bara Money For Nothing!!!!

No Reason To Cry (gullfallegt og einfalt ástarlag, minnir á Clapton) love it

I Should Have Known It – gítarriff gítarsóló Ten Years After  flott live lag

US 41 – basic blús með bottleneck gítar – sungið í gegnið drulluga síu eða í bergmálasklefa, munnharpan á fullu – svaka texti My daddy‘s life was workin‘ – workin all day long – put food on the table

Takin‘ My Time – John Mayall – Canned Heat – pschedelic gítar og boogie

Let Yourself Go – meiri country blús í stíl Mayal og Canned Heat

Don‘t Pull Me Over – reggí lagi auðvitað minbnir það á I Shot The Sherriff – Don‘t pull me over mister police man – Clapton tilvitnanir í í gítarnum líka – rosalega arresting lag

Lover‘s Touch – minnir á Neil Young slow blúsa, með grenjandi gítar og orgeli

High In The Morning  – heilræða vísur … and by ervening see him gone … gítar gítar

Something Good Coming – there‘sa something lucky about this place …. en … I‘m an honest man, work‘s all I know, you take that away ….. en bjartsýnin í fyrirrúmi kannski basta lag plötunnar, allavega athyglisverður texti. Dylan svífur yfir vötnunum ásamt Mark Knopfler.

Good Enough  – popplagið, John Lennon I Want You taktur og grenjandi gítar og McCartney/ Starr Abbey Road taktur en Tom Petty/ George Harrison söngur og Lennon texti.

Frábær, heillandi, grípandi, gefandi plata

Góð lög, frábær söngur, frábært spil

5 stjörnur

Og takk fyrir að gera þetta plötu vikunnar það þýðir mikla hlustun á góða plötu í heila viku!

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *