CORAL – BUTTERFLY HOUSE (2010)

coralCoral er ein af þessum fágætu hljómsveitum sem erfitt er að tímasetja í dag. Tónlistin er stórkostleg blanda af ýmsum góðum og gömlum gildum í tónlist. Og að það er alls ekki auðvelt að setja þá í einhvern kassa því fáir eru að gera það sem þeir eru að gera og hvað þá jafn vel.

Bandið var stofnað fyrir 14 árum (1996) í heimabæ þeirra í Hoylake sem er strandbær hinum megin við Mersey ána, þ.e. suðvestan megin.

Félagarnir kynntust í framhaldsskóla og héldu síðan hver í sína átt í vinnu og skóla en hættu því og létu bandið ganga fyrir. Þeir komust á plötusamning og gerðu þrjá frábærar EP plötur 2001 og fyrstu stóru plötuna „The Coral“ 2002, sem fékk gott brautargengi í Bretlandi (5. Sæti, Mercury Prize nom).

Ári síðan kom út önnur platan Magic & Medicine og fór beint í 1. sæti breska listans og The Coral voru að slá í gegn.

En í janúar 2004 gáfu þeir út plötuna Nightfreak & The Sons of Becker, mini LP, sem sló flesta út af laginu.

Ian Broudie, úr Liverpool bandinu Lightning Seeds prodúseraði plöturnar fram að þessu.

Geoff Barrow og Adrian Utley úr Portishead prodúseruðu næstu plötu The Invisible Invasion sem kom út 2005.

2007 kom síðan Roots And Branches, enn ein góð platan frá þeim, en þótti vera flopp, því hún náði aðeins 8. sæti í Bretlandi og var ekki einu sinni gefin út í Bandaríkjunum.

Líklega hefur þetta haft mikil áhrif á bandið, því þeir fylgdu plötunni lítið eftir og það er fyrst núna þremur árum síðan sem þeir gefa út nýtt frumsamið efni.

2008 kom reyndar út The Singles Collection, enda hefur bandið gefið mikið út af smáskífum og efni sem ekki er á stóru plötunum, sem vert er að þefa uppi. Hún kom út bæði sem einföld plata með A hliðunum og tvöföld með sjaldgæfu og óútgefnu efni.

Platan var tekin upp á þriggja ára tímabil og þeir fengu John Leckie sem upptökustjóra en hann er frægur fyrir störf sín með Stone Roses, Verve, Muse, XTC og Radiohead og fleirum.

Áhrifin eru eftir sem áður 60´s músík í ýmsum myndum, folk músík, country músík, psychedelic musík, popp og rokk.

Og þegar hlustað er á plötuna langar mann til að heyra í America, Men They Couldn‘t Hang, Pink Floyd, Bítlana, Pogues, Ennio Morricone, Murder Ballads með Nick Cave, Byrds með Crosby, David Crosby og Steve Stills, fyrstu Bítlaplöturnar með Harrison á syngjangi gítar, Ian McNabb, Elvis Costello og alla hina frá Liverpool. Það hlýtur að vera eitthvað í smitandi í Merseyánni, eða við vesturströndina á Englandi … hver veit.

James Skelly er góður Liverpool söngvari, trommurnar hljóma frábærlega Bítlalegar og gítarlikkin eru grípandi.

Lagasmíðarnar er góðar, enda gáfu þeir sér góðan tíma í plötuna. Liverpool folk áhrifin eru sterk eða kannski eru það frekar 60s áhrifin. Lögin eru byggð upp á góðum myndrænum textum og stemmning byggð upp í hverju lagi. Og eftir 20-30 spilanir (ég var byrjaður  að hlusta á hana löngu áður en hún kom út þökk sé internetinu) þá á ég enn erfiðar með að velja bestu lögin.

More Than A Lover með America og Ennio Morricone hreim eða Roving Jewel með Searchers gítarspili, Murder Ballads sándinu hans Nick Cave eða einsemdin í Walking In The Winter sem minnir á amerískar 60s hljómsveitir og folk músik já eða syngjandi Harrison gítarinn og America raddirnar í popplagin Sandhills / psychedelian í titillaginu með Hollies/Crosby Stills & Nash  röddunum og hvísluðu tali á bak við.

Sjófuglarnir hefja lagið Green Is The Colour, sem minnir alvarlega á hinna stórgóðu íslandsvini Men They Couldn‘t Hang og Lee Hazelwood.

Falling All Around You – kassagítar og söngur í folk stíl, Searchers gítarsándið aftur í Two Faces, minnir á Crosby og Stills og hið frábæra She‘s Comin‘ Around, smá Stranglers feelingar og Buffalo Springfield.

1000 Years ættu allir að þekkja, enda vel spilað á Rás 2 og á vinsældalistum, annað Crosby og Stills skotið lag.

Coney Island minnir aftur á Buffalo Springfield og Doors og North Parade minnir á Don‘t Fear The Reaper með Kansas.

Og fyrir þá sem ætla að fá sér deluxe útgáfuna þá eru 5 jafn frábær lög sem gera plötu ennþá betri en þar bætast við Bee Gees, America, Barclay James Harvest og Pink Floyd minningar.

Stemmingin er aðalsmerki plötunnar. Get allt eins lyngt aftur augunum og séð fyrir mér strandbæinn Hoylake við vesturströnd Englands: sandurinn, fuglarnir, bátarnir, vindrafalarnir, fámennar göturnar, rifin.

Ég féll strax fyrir bandinu þegar fyrsta platan kom út og á allt með bandinu nema þessa nýju plötu og singlana af henni en er auðvitað búinn að ná í það allt á netinu, en kaupa þær líklega fljótlega enda mikill gæðamunur á sándinu og staðreyndin er sú að plata verður betri í góðu sándi.

Þessi plata er gefandi á sama máta og margar 60s plötur sem hafa orðið tímalausar. Ég er á því að þetta sé líka besta plata The Coral til þessa.

Ein af betri plötum ársins í mínum kokkabókum.

4 stjörnur.

Bestu lögin?

North Parade

1000 Years

She‘s Comin Around

Green Is The Colour

Butterfly House

Roving Jewel

More Than A Lover

Circles

Coming Through The Rye

Into the Sun

Og líka hin 7!

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *