DAVID BYRNE & FATBOY SLIM – HERE LIES LOVE (2010)

Imelda„Hvað drífur valdamikið fólk, það er sagan sem vekur áhuga minn. Hvernig skapa þau sig og endurskapa sig. Mér datt í hug að það væri frábært að þessi saga vær sögð í klúbba dans músík og það væri hægt að flytja hana í dansklúbbi. Er hægt að fara með sögu og leikhús í dansklúbbinn. Það væri frábært ef það væri hægt.“

Þannig byrjar kynning David Byrne á Here Lies Love sem er dískó-ópera um líf Imeldu Marcos fyrrum forsetafrúar Filipseyja. Hér mætast nokkrir mismunandi heimar: fjöllistamaðurinn David Byrne og diskósnúðurinn, Norman Cook öðru nafni Fatboy Slim eða Jive Bunny ef við viljum gera lítið úr honum og Imelda Marcos sem var valdakona á ótrúlegum tíma í sögu Filipseyja auk fjölda mismunandi söngvara.

David Byrne er mikill listamaður, með stórum stöfum.

Hann var forsprakki Talking Heads sem gerðu átta snilldarplötur eins og Remain In Light, Speaking In Tongues og Little Creatures, sem sóló artisti hefur hann gert 6 alvöru plötur þar af eru Uh Oh og David Byrne langbestar, síðan hefur hann unnið mikið í kvikmyndamúsík, ballett, óperu, mikið af allskyns samstarfsverkefnum með t.d. Brian Eno. Síðan semur hann bækur, hannar hjólastanda, heldur ljósmyndasýningar og innsetningar , listasýningar.

Norman Cook var bassaleikari Housemartins og liðtækur trymbill en þegar þeir hættu fór hann að gera dansmúsík undir ýmsum nöfnum, prodúseraði og var diskótekari. Fatboy Slim er þekktasta dulnefnið, en sem Fatboy gerði hann tvær vinsælar plötur 1997 og 1998 Better Living Through Chemestry og You‘ve Come A Long Way Baby.

Imelda Marcos var forsetafrú Filipseyja frá 1965 til 1986. Hún er líklega frægust í dag fyrir að hafa skilið eftir 3000 pör af skóm í forsetahöllinni þegar hún og Ferdinand Marcos flúðu til Hawaii 1986. En þar voru líka þúsund handtöskur, 508 kjóla og 15 minkapelsa! En þau skildu ekki eftir peningana „sína”. Í músíkheiminum er hún frægust fyrir martröð Bítlanna í júli 1966, þegar þeir máttu þakka fyrir að komast lifandi úr landi eftir að hafa ekki mætt í hádegisverð með henni og börnum í forsetahöllunni, sem þeir vissu ekki af, en voru sofandi á hótelinu eftir ferðalag frá Japan. En það er saga í aðra plötu.

Platan

Miðað við fortíð David Byrne var það forvitnilegt þegar það barst til eyrna að hann ætlaði að gera rokk óperu um Imeldu Marcos með hjálpa Fatboy Slim og hópi frægra söngvara. Síðan kom í ljós að þetta er Diskó ópera. Og söngkonurnar eru 20að syngja tvö hlutverk! Mér finnst eins og Byrne haldi að enginn hafi gert neitt þessu líkt áður. Hvað með Evita, Jesus Christ Superstar, Xanadu, ABBA ….

20 söngkonur þar á meðal virtar söngkonur á borð við Tori Amos, Natalie Merchant, Cyndi Lauper, Martha Wainwright, Allison Moorer (maður hennar Steve Earle syngur eitt lag líka) og Kate Pierson (úr B52s) og ungar diskódívur eins og Santigold og Sia syngja hlutverk tveggja kvenna. Hefði ekki verið betra að sama söngkonan syngi alltaf sama hlutverk? Fatboy er ansi gamaldags diskóbolti sem kannski einfaldar hlutina og gerir þá aðgengilegri fyrir væntanlega Diskó-Leikhúss-Söngleikjagesti, hver veit.

David Byrne tóninn er þarna einhvers staðar og kannski gerir hann sóló útgáfu með lögunum. Ég efast ekki um að hún yrði milljón sinnum betri. Ég las textana og verð að segja að mér finnst Byrne ekki segja mikla sögu. Og hvað þá áhugaverða. Enginn húmór, hálfgerð aðdáun á fátækt, á skoðunum Imeldu, einhverskonar Evitu glansmynd af eiginkonu einræðisherra sem sat í mætti herlaga í 10 ár. Hann minnist ekki á það, hann minnist ekki á Bítlana og hann minnist ekki á skóna.

Reyndar skilst með að hann skrifi um hvert lag í bókinni sem fylgir CD útgáfunni og þar skýrist hlutirnir.

Platan hefur heldur ekki slegið í gegn. Þegar þetta er skrifað (13.9.10) er platan í 1.797 sæti hjá www.amzon.com , og í 14.938 sæti hjá www.amazon.co.uk.

Það er ekki beint hægt að segja að einhver lög séu betri en önnur, þó venjast Here Lies Love sem Florence (Welch) syngur, The Rose Of Taclaban sem Martha Wainwright syngur, Please Don‘t sem Santigold syngur, Order 1081 sem Natalie Merchant syngur og það er eðlilegra að hlusta á Byrne synja sín lög American Troglodyte og og Seven Years.

Lokaorð.

Það er auðvelt að dást að Byrne, en því miður er ekki auðvelt að njóta þessarar plötu. Mikil vonbrigði eftir ágæta plötu með Brian Eno í fyrra.

Þetta verður eflaust sett upp sem söngleikur og verður geysivinsælt hjá kúlturelítunni og verður snobbað fyrir í leikhúsinu, en ekki hjá Byrne aðdáendum eins og mér.

1 stjarna.

Það getur vel verið að platan sé betri á disk eða plötu heldur en downloaduð af netinu og það getur vel verið að ef ég hefði keypt plötuna í viðhafnarútgáfunni með bók og DVD hefði hún verið betri. En sem betur fer hlustaði ég á hana fyrst og sparaði mér þann kostnað. Internet er þannig í sama hlutverki og Radio Luxembourg var fyrir mig 1967-1970, þar heyrði ég tónlist sem ég heyrði ekki annars og fékk áhuga á að kaupa plötur.

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *