SIGGI HLÖ PRESENTS MEIRA VEISTU HVER ÉG VAR? (2010)

001Siggi Hlö er útvarpsmaður á Bylgjunni og hefur verið um árabil. Hans tími er 80s eins og reyndar flestra á þeirri útvarpsstöð, dálítið afmarkað, en allt í lagi með það, þau er þá greinilega að hugsa um afmarkaðan kúnnahóp.

Meira veistu hver ég var? er framhald af Veist hver ég var? Ef einhver þekkir það ekki þá er þetta setning frá Bjögga Halldórs.

Hér er á ferðinni þriggja platna sett með 56 lögum. Þessi músík var mikið spiluð í Hollywood í flestum tilfellum, diskó músík á fullu. Þarna eru Duran Duran, Imagination, Joy Division (!), Frankie Goes To Hollywood, Simple Minds, Yazoo, Erasure,  Blondie, Electric Light Orchestra fulltrúar þeirra sem seldu plötur á þessum tíma, þarna eru útvarpslög eins og Words (FR David), Daddy Cool (Boney M), One Way Ticket (Eruption), Wherever I Lay My Hat (Paul Young), The Hustle (Van McCoy), Pop Muzik (M) og Yes Sir I Can Boogie (Baccara).

En þetta er bara eins og margar 80‘s safnplötur = ágætt í 80‘s partíin. Líklega download margir svona lög í dag en á móti kemur er að safnplötur með eldra efni eru oftast ódýrar.

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Tónlist. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *