KRISTÍN LILLENDAHL & ÁRNI BLANDON – SÖNGFUGLARNIR (1976/2010)

002Söngflugarnir voru fígúrur í barnatíma sjónvarpsins og sungu innskotslög, sem voru flest kunn barnalög. Söngvararnir voru Kristín sem átti vinsæla jólaplötu sama ár og Árni Blandon sem hafði verið í Töturum áður, en fór út í leikslist á þessum tíma og var síðar annar helmingurinn í Hatt og Fatt í barnatímanum líka.

Þessi plata er alveg útgáfunnar virði, söngurinn er skýr og góður og útsetningar hefðbundnar.

Flestir þekkja flest lögin, Ég ætla að mála allan heiminn elsku mamma, sem var afar vinsælt og er enn og lagið sem Kristín er fræg fyrir, Stína og brúðan, Bí bí og blaka,  Komdu kisa mín, Tíu litlir fingur og Skakkur og skrýtinn maður.

Frábært innlegg í uppeldið!

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Tónlist. Bookmark the permalink.

One Response to KRISTÍN LILLENDAHL & ÁRNI BLANDON – SÖNGFUGLARNIR (1976/2010)

  1. admin says:

    Að prófa hvort athugasemdateljari virkar á forsíðu.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *