THE HURTS – HAPPINESS (2010)

41GoQWv1e3L._SL500_AA300_1-150x150[1]Þetta band er á leiðinni til Íslands að spila á Airwaves.

Hurts er splunkunýtt band sem spilaði í fyrsta sinn opinberlega í febrúar á þessu ári. Þeir Theo Hutchcraft og Adam Anderson stofnuðu bandið í fyrra.

Ungir atvinnulausir Manchester strákar sem byrjuðu að semja músík í fyrra með synthann hans Adams sem eina hljóðfærið til að byrja með og flotta rödd Theos.

Platan vekur fyrst athygli fyrir retro New Wave stílinn. Minnir á ABC í textum og söng, minnir líka á Duran Duran, Depeche Mode, Ultravox og … Westlife!!!

En það sem maður tekur eftir svo er flott poppröddin, flott samansett popplög, flottar bakraddir.

Þeir gera sér sjálfir grein fyrir því að annað hvort verða þeir elskaðir og dáðir eða hataðir. Mér finnst þeir reyndar bara alveg ágætir án þessa eð falla í annan hvorn hópinn.

Það er alveg hægt að ímynda sér „Lexicon of Love“ plötu ABC ef þeir hefðu fengið Trevor Horn sem produser og Annie Dudley sem útsetjara.

En þetta er þeirra plata, stórt sánd án strengja og skrauts, þó að við nánari hlustun megi heyra að þeir hafi lagt mikinn metnað í hvert einstakt hljóð.

Singlarnir tveir eru góð byrjun, Better Than Love og Wonderful Life. Síðan fengu þeir Kylie Minogue til að syngja dúett í laginu Devotion sem er mjög gott. En þeir voru einir af mörgum sem voru fengnir til að mix All The Lovers með Kylie og var þeirra útgáfu þó hafnað.

Unspoken og Blood Tears And Gold eru ektu Westlife lög en kannski einlægari.

Illuminated er myndrænt og Evelyn poppað.

Skemmtileg „einmana“ stemmning – sérstök plata.

3 stjörnur.

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Tónlist. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *