ROBERT PLANT – BAND OF JOY (2010)

614L-QnlZ3L._SL500_AA300_Robert Plant ætti að vera öllum kunnur, en ef einhverjir vita ekki hver hann þá var hann söngvari Led Zeppelin, einnar frægustu rokkhljómsveitar allra tíma sem spilaði hér á land í Laugardalshöllinni 1972. Robert kom reyndar aftur 2005 og spilaði aftur í Höllinni.

Kallinn er orðinn 62 ára og er að gera sína 13 stúdíóplötu eftir að Led Zeppelin hætti 1980 en þeir gerðu 8 stúdíóplötur.

Plant var strax mikill blúsaðdáandi sem unglingur og byrjaði að syngja í hljómsveit sama ár og hann strauk að heiman 16 ára gamall.

Þegar Jimmy Page heyrði í honum fyrst var hann viss um að það væri eitthvað mikið að stráknum, því svona rödd hefði átt vera orðin fræg fyrir löngu.

Þegar Zeppelin hættu 1980 og fyrsta breiðskífa Plant‘s leit dagsins ljós 1982, Pictures at Eleven. 1983 kom Principle of Moments með smellinn Big Log, og 1984 gerði hann The Honeydrippers Volume One með Jeff Beck og Jimmy Page meðal annarra. Og var hittarinn Sea Of Love gamalt soul lag í nýjum búningi.

1985 kom Shaken n Stirred, 88 Now and Zen, 90 Manic Nirvana og  93 Fate of Nations.

1994 gerði hann góða plötu með Jimmy Page, No Quarter, nokkurs konar unplugged plötu, sem fylgdu eftir með stúdíóplötu 1998 Walking Into Clarksdale.

2002 kom sólóplatan Dreamland og platan Mighty ReArranger með Strange Sensation var hyllt sem mikil endurlífgun 2005 og Plantinn kom til Íslands með þessa frábæru hljómsveit og hélt hér frábæra tónleika í Höllinni.

2007 kom hann öllum á óvart með því að gera plötu með bluegrass country söngkonunni Alison Krauss Raising Sand. Og eins og allir vita sló hún heldur betur í gegn og vann Grammy verðlaun.

Plant toppar ferilinn með sinn 13 plötu á sólóferlinum, Band of Joy.

Tónlistin kemur úr ýmsum áttum en verður öll að hans tónlist. Hann byrjar plötuna á frábæru lagi eftir Los Lobos frá 1990, Angel Dance. Einhvern veginn verður lagið stærra og sterkara, ákveðna og áhersluríkara. Þetta er fyrstu singúllinn. Þetta er LA mexican Rhytm and Blues. Næst tekur hann Richard Thompson lagið House Of Cards, en Fairport Convention tengslin hafa alltaf verið til staðar en Sandy Denny söng td með Zeppelin í Battle of Evermore, sem er ekkert annað en folk rock af bestu gerð.  Allt sem hann gerist virðist vera einlægt og gert að ástríðu og áhuga.

Ég veit ekki hvort margir þekkja bandaríska bandið Low, en Plant hefur greinilega heillast af plötu þeirra The Great Destroyer, því lögin Silver Rider og Monkey eru bæði af þeirri plötu.

Falling In Love Again er lag frá 66 með Kelly Brothers, bandarísku soul bandi, hér í frábærri en ekki mikið frábrugðinni útgáfu og minnir á það sem hann gerði við Sea Of Love. You Can‘t Buy My Love líka gamalt soullag en meira í Motown/early Beatles feeling, en Barbara Lynn söng lagið áður.

Þrjú gömul blues Hillbilly lög eru á plötunni Central 209, Cindy I‘l Marry You One Day og Satan You Kingdom Must Come Down í ekta Plant úttekt

Bestu lögin eru ballöðurnar. The Only Sound That Matters, sem minnir óneitanlega á Wild Horses með Rolling Stones og Donovan, þess má geta að Plant stofnaði folk rock band Priory of Brion 1999, en því miður kom ekkert út með þeim, en þeir tóku Donovan lagið Season of The Witch t.d.

Hitt lagið og uppáhaldið mitt er Harm‘s Swift Way, lag sem Townes Van Zant samdi skömmu áður en hann dó, ekta Gram Parsons grátljóð með flottum poppundirtón.

Bandið sem Plantinn er með á þessrai plötur er frábært. Þar er fremstur í flokki Buddy Miller, söngvari, lagasmiður, gítarleikar, mandólínspilari, prodúsent og vinur allra hinna frægu. Átti þátt í bestu plötum Emmylou Harris í seinni tíð, Willie Nelson, Shawn Colvin, Gillian Welch og Patty Griffin, sem syngur með Plant á Band of Joy.

Kallinn er að syngja fantavel. Hann velur lögin vel, hann velur hæfileikaríkt fólk með sér sem gerir sitt allra besta með honum.

Og það sem best er þessi plata er heilsteypt sterk og verður eflaust talin hans besta plata sgei ég.

9 stjörnur.

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Tónlist. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *