LLOYD COLE – BROKEN RECORD (2010)

lloydLloyd Cole var 80s poppstjarna með hljómsveit sinni The Commotions, sem hann stofnaði eftir að hafa droppað úr laganámi, síðan sálfræðinámi og loks enskum bókmenntum.

Hann átt þrjár mjög vinsælar plötur Rattlesnakes, Easy Pieces og Mainstream 1984, 5 og 7. Perfect Skin og Lost Weekend heyrðust líklega mest hérlendis, en tvær fyrstu plöturnarnar seldust ágætlega allavega í Plötubúðinni og voru í uppáhaldi hjá nokkurum framtíðar músíköntum hér.

Eftir Commotions seldist hann ekki lengur hér. , en gaf út ógrynni platna sem ég hef ekki heyrt, mér telst til að í heildina séu þetta um 13 plötur.

1989 giftist hann Amerískri konu og flutti til Ameríku og yfirgaf Bretland og heimahagana og flutti til loks til Massachusetts til að ala upp syni þeirra. Það er eins og músíkin hafi verið hobbí, textarnar heyrist mér vera fullur af sjálfsvorkun og sálarflækjum, sem ég bara get ekki hjálpað honum með. Ef þetta átti að vera grát plata í stíl Gram Parsons þá er hann ekki að ná til mín. Það vantar eitthvað upp á það.

Hann minnir mig miklu meira á country plöturnar hans Arlo Guthrie frá 70s og Jim Croce. George Harrison og Leonard Cohen eru þarna einhvers staðar áhrifavaldar og kannski Gram Parsons líka.

Hvað skal segja? Þetta er alveg ágæt plata. En hún truflar mig ekki og  snertir mig ekki heldur.

Er þetta country plata eða er þetta svona 70‘s singer songwriters plata.

Á meðan fyrstu plöturnar Rattlesnakes og Easy pieces skáru sig gerir þessi það alls ekki.

En lögin vinna vel á.  Writer‘s Retreat!  er flott popp/country lag sem Arlo Guthrie hefði gert ódauðlegt. Westchester County Jail og Like A Broken Record bera vott um góðar textasmíðar með ágætis orðaforða. Cohen feelingurinn í If I Were A Song og Jim Croce feelingurinn í Why In The World er yljandi.  That‘s Alright minnir mig á annan westurfluttan Breta, Graham Parker, sem giftist líka Amerískri konu og stundar músíkina sem hobbí að því er virðist og argast út í allt og alla, líka. Ætli þeir séu ekki hamingjusamlega giftir eða hvað?

Oh Genevieve og The Flipside eru líka góð lög, og ef ég væri Lloyd Cole fan held ég að ég væri ánægður, en hann nær ekki til mín.

Þetta er eflaust ein besta platan hans og á alveg skilið góða athygli sérstaklega allra þeirra sem hlustuðu á hann og keyptu í gamla daga og jafnvel 70s singer songwriters aðdáenda , t.d. Eagles, James Taylor, Arlo Guthrie etc.

Lykilhljóðin koma úr banjói, harmonikka og fetilgítar? Ok en einhvernvegginn dálítið klisjukennt hér. Sé hann fyrir mér á hlöðuballi við hliðina á mormónakirkjunni í biblíubeltinu í USA, ekki mitt cup of tea….

6 stjörnur – rúmlega meðalgóð plata.

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Tónlist. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *