YOKO ONO PLASTIC ONO BAND – BETWEEN MY HEAD AND THE SKY (2009)

Væri Yoko Ono að gefa út plötur ef hún hefði ekki gifst John Lennon? Vissi einhver af henni?

Fyrirgefið ef þetta hljómar eins og í sjónvarpsvéfréttum Ríkissjónvarpsins í þáskildagatíð í boði Svars og Jóhönnu V.

Þessar spurningar skipta kannski engu máli frekar en fréttaflutningurinn.

Yoko Ono var og jafnvel er eflaust hataðasta persónan í sögu Bítlanna, en ef hún hefði ekki komið með sína tónlist í poppflóruna er stór spurning hvort t.d. Björk eða Kate Bush hefðu náð eyrum okkar, hvað þá vinsældum.

Yoko Ono er orðin 77 ára gömul og er að halda rokktónleika í Háskólabíói á laugardaginn eftir að hún kveikir á Friðarsúlinni í Viðey.

Nýjasta plata hennar kom út fyrir rúmu ári og hefði auðvitað átt að vera plata vikunnar fyrir ári síðan en ekki núna.

Ég hef þrjóskast við að kaupa allar plötunnar hennar af tryggð við Beatles og hef verið mishrifin. Fyrstu tvær plöturnar Plastic Ono Band og Fly hrifu mig ekki, en sú 3ja Approximately Infinite Universe gerði það og ég mæli sterklega með henni og lögum eins og I Want My Love To Rest Tonight, What A Bastard The World Is og Looking Over From My Hotel Window. Feeling The Space var líka poppuð og góð. Síðan átti hún ágæt lög á báðum Come Back plötunum með John, en flestar plöturnar síðan hafa valdið mér vonbrigðum.

Between My Head And The Sky vakti reyndar athygli mína aftur. Hún notar Plastic Ono Band samheitið með sínu nafni aftur og það er kannski ástæða fyrir því að þegar við heyrum trommuleikinn sem er svo sannarlega í stíl Alan White (Yes) eins og hann spilaði á live plötunni með Plastic Ono Band og gítarinn er skemmtilega rifinn, öskrandi og tættur.

Við heyrum fullt af flottum töktum, góðu spili, óvenjulegum hljóðum og frábærum hugmyndum. Lögin eru mörg ágæt.

Platan byrjar á ekta POB feeling með Waiting For The D Train, með Yoko öskrum, grenjandi gítar drífandi bassa og trommum og allt á fleygiferð. Ég þori að veðja á að hún byrji konsertinn með þessu lagi. (Gerði það ekki en spilaði það samt.)

The Sun Is Down er hálfgert rapplag með símhringingatónum og rapptakti og var gefið út á smáskífu, enda afar sterkt og grípandi.

Ask The Elephant er ekta Yoko Ono jazz improvision, en síðan kemur croonerinn Memory of Footsteps með einmana píanó og saxafón, en söngurinn hennar Yoko er meira talaður en sunginn nú orðið.

Í kjölfarið kemur annað Yoko stunið spinn sem heitir Moving Mountains með fuglahljóðum og hún hljómar eins og fugl en þá helst eins og trana eða álft, en samt svo spes og áhrifaríkt.

Kannski á Calling áhrif að rekja í Japanska tónlistarhefð þar sem raddirnar eru oft teygðar í tónstiganum, en þó undir þungum takti hér.

Healing er poppað  og jazzað, en dálitið Japanskt líka.

Hashire Hashire, aftur með saxófón, trommur, ritmagítar og bassi og einstaka gítarsóló ofan í saxann; hljómar eins og þjóðvísa.

Titillagið er hálfgert rapp með rokksándi.

Og þá kemur Feel The Sand, lesið ljóð með undirspili og sándum.

Watching The Rain er eitt af sterkari lögunum, auðvitað flott og ævintýraleg útsetning og poppað.

Unon To virkar aftur eins og ljóð með undirspili og hljóðum og trompet og strengjum núna.

I‘m Going Away Smiling er líklega hitt áherzlulagið á plötunni. Sá það á You Tube með Yoko og Antony (& the Johnsons) – Sean spilar á píanóið og það er fiðla þarna líka og Yoko syngur hugljúfa ballöðu á einfaldan mát, sem minnir á íslensk ættjarðlög við ljóð Jónas Hallgrímssonar.

High Noboru er líklega sungið á Japönsku (að hluta) og það hljómar kunnuglega hér á landi í dag eftir öll þessi ár, við erum orðin svo vön þessum smámæltu hljóðföllum frá Asíu.

I‘m Alive heita lokatónarnir, sem hljómar eins og hún sé að segja I‘m A Knife og kviss kviss ljóð í hníf á bakvið!

Þetta er athyglisverð plata, full af tilraunum og hugmyndum vel útsett og spiluð. Ágætislög en varla mikil útvarpsplata. Ég hlustaði nokkrum sinnum á plötuna í fyrra en hef ekki hlustað á hana síðan, fyrr en nú.  Og ég er ekkert viss um að hún rati í spilarann eftir hljómleikana, nema þeir hrífi mig langt umfram væntingar. (Stóðs væntingar).

7 stjörnur.

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Sérvalið, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *