BOMBAY BICICLE CLUB – FLAWS (2010)

Langa músíkhelgin Icelandic Airwaves byrjaði á miðvikudag og eins og áður ógrynni af nýjum og upprennandi listamönnum bæði íslenskum og erlendum.

Af þeim erlendu og nokkrir athyglisverðir tþd. The Hurts, Tunng,  Everything Everything, Timber Timbre, JJ, Oh No Ono, Antlers og að mínu mati þeir bestu Bombay Bicycle Club.

BBC vöktu athygli mína þegar ég sá að það var MacColl í bandinu. Ein að þjóðlagahetjunum mínum er afi hans Jamie, Ewan MacColl, sem var risi í enska þjóðlaga heiminum, samdi t.d. Dirty Old Town, Come Ye O‘er Frae France og The First Time Ever I Saw Your Face. Ewan átti frá dóttur Kirsty MacColl sem var mjög fræg, en lést skömmu eftir að hún söng Fairytale Of New York með Pogues. Þriðja kona Ewans var Peggy Seeger systir Pete Seeger, 20 árum yngri en hann, en með henni gerði hann fjölda platna líka. Tveir of sonum þeirra voru Calum og Neill. Þeir bræður voru með bráðefnilegt band Liberty Horses, eftir að hafa verið með Boo Hewerdine í öðru efnilegu bandi The Bible. Calum hefur unnið með Hafdísi Huld og David Gilmour svo ég nefni tvo snillinga. Neill faðir Jamie hefur hins vegar spilað með David Gray og Katrhyn Williams, en þau eru bæði gestir á Flaws.

EN Jack Steadman er samt aðalmaðurinn í BBC, aðallagasmiðurinn, söngvarinn og gítarleikarinn. Þeir Jamie eru æskuvinir. Á undan Flaws er komin út ein stór plata „I Had The Blues But I Shook Them Loose“, tvær EP plötur The Boy I Used To Be  og How Are We 2007, og 4 singla með lögum af I Had The Blues.

I Had The Blues var ekki nóg til að vekja áhuga minn, dálítið venjuleg indie popp plata.

Flaws er hins vegar snilld. Hvert einasta lag einstakt og endalaust hægt að hlusta á angurværan en ekki væmnan sönginn, einfaldan en frábæran gítarleik á kassagítarana, góðar einfaldar útsetningar.

Folk áhrifin eru næg til að gleðja mig og auðvitað tengi ég þetta við afann og Liberty Horses, sem var flott band sem ég reyndi að selja í Plötubúðinni.

Þeir hófu upptökurnar á Flaws strax eftir að I Had The Blues kom út og voru nokkuð vissir um hvað þeir ætluðu að gera og það heyrist. Vönduð sterk lög og ekkert sérleg lágvær.

Hvað gerir góða plötu góða? Er það feelingurinn? Já en það þurfa að vera frábær lög sem lifa öllu sjálfstæðu lífi, Það þarf að vera flutningur sem hrífur, og ekki verra ef þú nýtur textanna líka.

Lögin er hreint afbragð. Fyrstu tveir singlarnir Ivy & Gold og Rinse Me Down hljóma eins og eldgömul hitt lög! Faðir Jack sá um að tónlistaruppeldið væri gott, Joni Mitchell, John Martyn, Nick Drake og Neil Young og greinilega Strawbs líka. (My God byrjunin)

Lögin er öll góð þó flest séu í rólegri kantinum. Swansea, My God, Flaws Leaving Blues er flott og líka John Martyn lagið Fairytale Lullabye.

Þeir hafa komið fram á tveimur plötum eftir Flaws, á I Tunes plötunni iTunes Festival í acoustic setting en samt aðeins rokkaðari og líklega líkt því sem þeir ætla að sína okkur á Airwaves og svo eitt rafmagnað lág í plötunni The Twilight Saga : Eclipse, How Can You Swallow So Much Sleep sem er rokkaðara og kannski það sem við heyrum á næstu plöt sem kemur örugglega á næsta ári.

Ég hef það reyndar líka á tilfinningunni að þessir strákar verði bara betri og gefist ekki upp.

Bestu nýliðar ársins?

8 stjörnur

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Sérvalið, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *