SURFER BLOOD – ASTRO BEACH (2010)

Hljómsveitir og listamenn koma og fara eins og gorkúlur. Við sem fylgjumst vel með hlustum á hundruði nýrra banda á ári hverju.

Undanfarin ár hefur ekki alltof mikið af nýjum listamönnum haldið dampi, enda sagði Elton John í viðtali við Billboard um daginn að það væri sorglega lítið af nýjum og efnilegum lagasmiðum. Og Elton John er svakalegur plötusafnari og hefur alltaf fylgst vel með.

Ég hef enga trú á því að Surfer Blood eigi miklar vinsældir í vændum. En ég hef oft haft rangt fyrir mér. Þetta band vakti víst athygli einhverra í Ameríku á síðasta ári með laginu Swim, sem er áberandi besta lag plötunnar, sem út þar í byrjun ársins.

Þessir strákar eru frá Pálmaströndinn á Flórida. Tónlistin er byrjendamúsík, gítarar og einfaldur söngur og einföld, en nokkuð góð gítarlög, en hvað eru til mörg svoleiðis bönd.

En það hafa svo sem mörg svona byrjenda bönd þroskast og gert góðar plötur og orðið vinsælar eins og til dæmis Green Day og Weezer.

En það eru líka mörg mun betri bönd búin að koma á sjónarsviðið á árinu sem eru líklegri til lengri vinsælda.

Og út af hverju eru öll þessi surfer – beach – waves nöfn á amerískum ungliðaböndum og plötum, Surfer Blood viðurkenna ekki einu sinni að þeir séu baðstrandadrengir, en kannski bara heillaðir af baðstrandapartíunum, sem víst nokkurs konar „rave“.

Surfer Blood eru kannski pínulítið öðru vísa en hin böndin vegna þess að þeir hafa greinilega lokað sig inni í bergmálsklefi og verða þar af leiðandi dálítið Green Day sándandi.

Ég er reyndar hræddur um að svona bönd séu að rústa plötubúðum víða um heim. Þau fá þessa neðanjarðar – indie kynningu – einhverjir gúrúar þurfa endalaust að vera að finna „ný“ sánd og ný bönd og um leið og plöturnar koma í búðir er komin ný vonarstjarna, sem gerir síðan ekki neitt nema á árslistum hippgúrúana og enginn kaupir, og plöturnar sitja eftir í plötubúðunum, sem hafa ekki skilarétt eins og matvörubúðirnar!

Jákvætt ? Jújú Swim er fínt popplag og jú, það er alltaf gott að ungt fólk hafi áhugamál, stundi, íþróttir og tónlist og annað hollt og gott.

Kannski er þetta andsvar við öllum alvörugefnu og þunglamalegu Americana böndum síðustu ára, t.d. engin, celló, fagott eða hörpur, sem er ágætt og gott. Þetta eru bara unglingsdrengir „having fun“ og það er bara allt í lagi, en þyrfti að vera betra og skemmtilegra fyrir minn smekk.

Mér var sagt að Dr Gunni hafi verið hrifinn – kannski vegna þess að hann hefur oft gert svona basic popp t.d. Unun – en hann hefur bara gert það mun betur, enda maður með reynslu.

En svona til að vera meira jákvæður þá virðast þeir hafa hlustað á Wipeout, Stone Roses, Beach Boys og fyrstu plötuna með Who, þegar þeir héldu að þeir væri Beach Boys eftirhermur og kannski líka fyrstu Kinks plötuna.

En hún verður eflaust einhvers staðar á árslistum en varla í efstu sætunum þó.

5 stjörnur fyrir eitt gott lag, nóg rými til framfara og jákvæðni. En nær ekki meðalgóðri plötu.

Og n.b. hún er ekkert að seljast!

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Sérvalið, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *