ÓLÖF ARNALDS – INNUNDIR SKINNI (2010)

Ólöf Arnalds er ein af sérstakari listamönnum okkar í seinni tíð. Hún kom fram á sjónarsviðið um 2002 þá  rétt rúmlega tvítug. Ég hef alltaf vænst mikils af henni og finnst ennþá að hún eigi mikið inni.

Hún var í hljómsveitinni múm frá 2003 – 2004 minnir mig og var með þeim á einni plötu Summer Make Good sem kom út 2004. Ólöf stundaði fiðlunám og klassískan söng í fjögur ár þar á undan og síðan fjögur ára nám í tónsmíðum.

Fyrsta sólóplatan hennar kom út 2007 og hét Við og við og það var augljóst að komin var ný rödd í íslensku tónlistarflóruna sem byggði á fornum og góðum grunni eldri þjóðlagahefðar með vissum áhrifum frá Megasi, Spilverk Þjóðanna, Þursaflokknum til bragðauka.

Innundir skinni er metnaðarfullt verk. Hún er að sína á sér framúrstefnu hliðar, flóknar útsetningar, skrýtna hljóma og óhefðbundin lög. En allt er samt byggt á þjóðlagahefðinni og útfært af næmni og greinilegri þekkingu.

Ólöf er mikill og góður túlkandi á þjóðlegum vísnastíl og röddin hennar sem virðist í fyrstu ekki til stórátaka er svo vel þjálfuð og ótrúlega víð að það eitt varð til þess að ég fór að fylgjast með henni, sá hana nokkrum sinnum í sjónvarpi og á konsert og á ógleymanlegri uppákomu í Húsi Ásmundar Sveinssonar fyrir ca ári síðan, sem var ekkert líkt þessari plötu.

Innundir skinni kemur út á vegum One little Indian í Bretlandi og nýtur góðs af góðum gestum, Björk og Kjartan Sveinsson úr Sigur Rós, Ragnar Kjartansson , myndlistarmaður og söngvari Trabant, Skúli Sverrisson og Davíð Þór Jónsson ofursessionistar, en ekkert þeirra skyggir á Ólöfu eða lögin hennar heldur fellur ljúflega inn í tónlistina eins og vera ber.

Í fyrstu var ég bara ekkert hrifinn af plötunni, setti hana á svona af skyldurækni af og til og var að undirbúa mig undir að dæma plötu sem olli mér vonbrigðum.  En … samt fannst mér eitthvað þarna sem ég þurfti að hlusta á af meiri athygli og það gerðist ekki fyrr en nú að ég settist niður til að rakka plötuna í mig og hlusta gaumgæfilega á þessa hrokafullu montplötu að ég féll fyrir henni. Allt í einu heyrði ég allt annað en mér fannst í hafa heyrt.

Platan byrjar á laginu „Vinur minn“, í gömlum þulustíl en fljótleg lyftist brún og la la la la la la þula breytist í kassagítarundirspil, trommur, bassa, rafmagnsgítar og flott stemmningu.

Tititillagið er líklega um meðgöngu og væntanlegt barn, en og aftur eins og gömul barnaþula, gítar og bakraddir og sérstök röddin.

„Crazy Car“ er sungið á ensku, enda plata gefin út erlendis. Sándið minnir á mörg indie böndin. Ragnar syngur með henni í laginu sem er bara með einfaldan gítarleik í undirspili, auk strengja og pianós þegar líður á lagið. Minnir ögn á Kate & Anna McGarrigle (sem enginn þekkir  lengur).  Textinn er sterkur, þó ég skilji hann kannski ekki en ég skynja að hann ákall um að falla ekki fyrir frægðinni, … please don‘t to America …

„Vinkonur“ er býsna sterkt lag. Byrjar á banjo pikki og textinn er hreint afbragð. Gamli góði þulu stíllinn jafnvel betur útfærður en hjá Þursunum og enginn hroki eða mont!

„Svif Birki“ er líka þær textasnilld! Stelpan hefur meðtekið það sem hún hefur lært og fært sér það‘ í nyt.

„Jonathan“ er sungið á ensku og hún er ekkert slakari í að gera enska texta í irskum stíl. Turalura lura lei er alltaf heillandi!

„Madrid“ minnir á stórskáldin, rosalega myndrænt ljóð/texti með einföldu dramatísku spili með gítarinn í forgrunni.

„Surrender“ er lagið sem Björk syngur í. Flott útsetning með brilliant texta og Björk improvisar bakraddir sem gefa laginu sem er pikkað á eitthvað lítið strengjahljóðfæri  þvílikan styrk og sjarma að það minnir á að heyra „Ammæli“ í fyrsta sinn.

Plötunni líkur á laginu „Allt í gúddí“  nettum instrumental.

Innundir skinni er ein besta plata ársins og öruggleg ein sú metnaðarfyllsta, tímamótaverk.

9 stjörnur

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *