HARRÝ & HEIMIR – MORÐ FYRIR TVO (2010)

Sko, ég var að spögúlera, er rétt að gefa út svona efni á diska?

Hvað skal segja? Er kaupendahópur fyrir fremur innhaldslitlum gamaldags klénum sketchum í Amerískum stíl eitthvað sem allir bíða eftir? Þessir þættir voru fluttir á Bylgjunni fyrir þó nokkrum árum og báru svo sem af í dagskránni þar. En að flytja þá hvern og einn yfir á 4 diska, hvern einasta þátt við sama byrjunarlagi og upphafstexti sem tekur um mínútu og lokalagi sem tekur um 1 og hálfa mínútu alltaf eins? Síðan fer jafnvel heil mínúta í endurtekningu á síðasta þætti?

Umfangsefni þáttanna er eins og segir í fréttatilkynningunni:

„Hin undurfagra og leyndardómsfulla Diana Klein birtist dag einn á skrifstofu einkaspæjaranna Harry og Heimis. Eiginmaður hennar hefur gufað upp á sjálfa brúðkaupsnóttina og hún grátbiður þá um aðstoð. Harry heillast af Díönu, Heimi sárlangar í fiskisúpu en saman reyna þeir að leysa gátuna. Leitin dregur þá til Transylvaníu þar sem þeir slást við illmennið Doktor Frank N. Steingrímsson, takast á við skrímslið Rúrik og berjast við að bera fram nafn þorpsins Trawitzenfirkopfendorf.

Hver er Diana Klein og er hún eins fögur og hún lítur út fyrir að vera? Hvaðan kemur öll þessi fiskisúpa? Hvar er húfan mín? Má maður spögulera? Og hver er með minnsta heila í Heimi? Hér er á ferðinni sannkallað háspennuverk um einkaspæjarana röggsömu, Harry Rögnvalds og Heimi Schnitzel, sem nutu fádæma vinsælda á dagskrá Bylgjunnar árið 1988 en koma nú saman á sviði í fyrsta sinn. „

Ég hlustaði á fyrstu tvo diskana í bílnum á smá ferðalagi og það létti lundina á meðan en mér fannst þetta ekki eins gaman á meðan ég var að vinna við tölvuna.

En … ég styð svona útgáfu, það er fullt af bröndurum og vitleysu sem er gaman að heyra og eins og kaffibrúaskarlarnir og fleiri útgáfur sanna þá er markaðurinn til staðar.

Ég heyrði ekki þættina upphaflega og ekki sá ég leikritið, en mér skilst að það sé byggt á þessum sketchum og var vel sótt og vinsælt.

Og orðatiltækið „ég var að spögulera“ er löngu komið í orðaforða landans. Og það segir eitthvað?

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *