ÞRJÚ Á PALLI – NÝ BARNALJÓÐ EFTIR JÓNAS ÁRNASON (1975/2010)

Þrjú á palli var vinsælt þjóðlagatríó stofnað af Troels Bendtson eftir að Savannatríóið hætti ásamt leikkonunni Eddu Þórarinsdóttur og Helga R. Einarssyni. En Halldór Kristinsson, Dóri úr Tempó tók fljótt sæti hans og er með Troels og Eddu hér.

Þau gerðu nokkrar vinsælar plötur, flestar með textum/ljóðum eftir Jónas Árnason við írsk lög.

Það kom þó nokkuð út af barnaplötum á þessum árum og náðu mismiklum vinsældum. Þessi plata þeirra þriggja var kannski ekki sú vinsælasta, hvorki meðal barnaplatna né tríósins, en þó eru þarna lög sem nutu nokkurra vinsælda, eins og „Syngjandi hér syngjandi þar“ og “Langi Mangi Svanga Mangason”.

Textar Jónasar eru alltaf góðir og þjóðlegir og barnakórinn Sólskinskórinn syngur með.

Ég tek ofan fyrir þessum verðugu útgáfum sem er hluti af íslensku tónlistarsögunni og frábært ef það er grundvöllur fyrir öllum þessum endurútgáfum.

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *