BUBBI – SÖGUR AF ÁST LANDI OG ÞJÓÐ 1980 – 2010 (2010)

Þó að mér finnist lýðræðistal þjóðarinnar vera komuð út fyrir allan þjófabálk, þá hefur „þjóðin“ valið vel á þetta nýja þriggja díska safn með Bubba Morthens, sem er í dag bara nefndur Bubbi.

Efnt var til vinsældavals á visir.is og eru þessi 60 lög þau sem fengu flest stig. Og það þýðir að sumar platna Bubbi eiga ekkert lag hér en aðrar nokkur.

Velja mátti úr öllum katalóg Bubba, sóló, Utangarðsmenn, Egó, Das Kapital, Bubbi og Megas, GCD og Bubbi og Rúnar, og hinna sem ekki komust á plötuna.

Þetta eru orðin 30 ár frá útgáfu Ísbjarnarblússins 17.6.1980 (opinber útgáfudagur).  Stúdíóplöturnar eru orðnar 24, samkvæmt mjög góðri netsíðu, www.bubbi.is, auk Egóplatna, GCD, Utangarðasmanna og fleiri. Ég er ekki viss um aðrir hafi gert meira. Og ekki bara meira því gæði útgáfunnar er stöðug hágæðamúsík.

Þegar Ísbjarnarblúsinn kom út var hann á fullu að spila með Utangarðsmönnum og að undirbúa frumraun þeirra sem kom út síðar sama ár.

Bubbi var því samstundist þekktur sem trúbador og rokkari. Hann hefur náð því að endurnýja sig í breytingum poppheimsins án þess þó að takmarka sig við stefnur og hljóð hvers tíma.

Lögin hans eru afar góð, bera vott um fjölbreyttan tónlistaráhuga, blues, folk, skandinavískar þjóðvísur og rokk, og rokk og ról, pönk og heimstónlist. Og sem textahöfundur er hann í fremstu víglínu, hann er í klassa með þjóðskáldunum bæði klassískum, beat og bestu popptextasmiðum.

Bubbi gaf út trúbadórplötur í eigin nafni, en rokkplötur með Utangarðasmönnum (2 EP og 1 LP) og strax 1981 með Egó eftir að Utangarðsmenn hættu.

Það eru margar plötur sem standa upp úr á ferli Bubbi, Ísbjarnarblúsinn að sjálfsögðu, Kona, Dögun, Frelsi til sölu, Nóttin langa og Sögur af landi, Geislavirkir og Breyttir tíma t.d.

Valið hefur dreifst ótrúlega og flestar plötur eiga sinn fulltrúa. 4 lög eru af tveimur plötum, Ísbjarnarblús og Sögur af landi, 3 lög af Fingraför, Kona, Frelsi til sölu, Dögun, Lífið er ljúft og 6. október.

Ég hefði viljað sjá Alltaf lurkum laminn þó lagið sé ekki eftir hann, Miðnesheiði og Fjöllin hafa vakað t.d. og Moon In The Gutter, sem mér fanns gott.

Öll lögin 60 ættu að vera greip í huga okkar og nýja lagið Sól er ágætt, svona smá Sam Cooke fílingur.

Og þess má geta að katalógurinn hans Bubbi er oftast að mestu til og fengu margar plöturnar endurnýjun lífdaga í endurútgáfum með aukaefni.

Sögur af ást, land og þjóð kemur líka út í viðhafnar útgáfu með 50 lögum á DVD myndbönd og hljómleikaupptökur. En þar eru 30 laganna ekki á hinum diskunum.

Umbúðirnar eru flottar, pappaumslag með 36 bls bæklingi, og viðhafnarútgáfan í harðkilja bókarformi með 48 bls bók.

Glæsileg útgáfa.

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *