MANSTU GAMLA DAGA? 1970-1979 (2010)

Þetta er fjórða safnplatan í útgáfuröðinni „Manstu gamla daga?“. En áður eru komnar „Manstu gamla daga? 1952 – 1959“, „Manstu gamla daga? 1960 – 1969“ og „Manstu gamla daga? – Jólalögin“.

Þetta safn innheldur lög frá áttunda áratugnum, rúmlega helming þess tíma var ég í menntaskóla og hinn helminginn (seinni) skrifaði ég um músík hjá Þjóðviljanum, Vísi, Vikunni og Morgunblaðinu.

Þess má líka geta á um miðbik ártugarins opnuðu alvöru upptökustúdíó á Íslandi og hljómplötuútgáfan fór á flug. Við eignuðum marga nýja listamenn og sumir þeir eldri nutu þess og blómstruðu. Megas, Þokkabót, Spilverk þjóðanna, Stuðmenn og Hinn íslenzki þursaflokkur urðu til á þessum tíma og eiga eitt lag hvert, Spáðu í mig, Liutlir kassar, Arinbjarnarson, Út á stoppistöð og Nútiminn.

Hljómar, Maggi Einars og Bjöggi voru í hópnum sem fóra að blómstra. Trúbrot á eitt, Gunni Þórðar á hér tvö lög með Lummunum, Rúni Júl eitt og Engilbert eitt. Maggi á hér tvö lög með Mannakorn og eitt með Brunaliðinu.

Ágætis afþreying öll lögin skemmtileg og flest mjög góð, ekki kannski 40 bestu eða vinsælustu lög áratugarins en bara gaman.

Velkomin í safnið.

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *