JÓLAPAKKINN – 5 ÍSLENSKAR JÓLAPLÖTUR (2010)

Jólapakkinn er ódýr 5 diska endurútgáfupakki með 5 vinsælum jólaplötum, sem ágætt af hafa á spilaranum þegar jólaundirbúningurinn byrjar.

Þetta eru jólaplötur með Ellý og Vilhjálmi, Ómari Ragnarssyni, Björgvini Halldórssyni, Páli Óskari og Móniku og Jól alla daga með ýmsum.

Ellý og Vilhjálmur syngja jólalög, kom út 1971 og er ekta 12 laga jólaplata frá SG! Þessi lög heyrast alltaf á hverju ári, Jólaklukkur, Snæfinnur snjókarl, Jólasveinnin minn, Jólin koma …. klassísk plata.

Skemmtilegustu lög Gáttaþefs, kom út 1981 en þrjú aukalög eru frá 1971, sem eru reyndar vinsælastu lögin á þessari plötu, en þarna eru líka Ég vildi ég væri, Ó Grýla og Kátt er í hverjum bæ. Barnaplatan í pakkanum.

Um Jólin, heitir plata Björgvins og kom út á aldamótaárinu 2000 og var safnplata með jólalögum sem Bjöggi hafði sungið á árunum 1974 til 1995 ásamt fjórum nýjum lögum (2000). Þarna eru lög eins og Nei nei ekki um jólin, Snæfinnur snjókarl (besta útgáfan að mínu mati), Silfurhljóm, Svona eru jólin, Einmana um jólin, Þú komst með jólin til mín, Mamma og Ég verð heima um jólin. Bara stemmning.

Ljósin heima með Páli Óskari og Móniku er hins vegar jólaplata sem gerði ekkert fyrir mig, einhvern veginn yfirborðskennt, snobbað og leiðinlegt og sáralítið tengt við jólin í mínum huga, sorrí. Auðvitað er þetta vel gert og fín lög en aukalagið Yndislegt líf, er kannski nófu gott til að halda plötunni uppi.

Jól alla daga hefur enst vel. Helga Möller er auðvitað „jólasöngvarinn“ og hún á tvö lög: Enn jólin og Heima um jólin, Jól alla daga með Eika Hauks eftir Roy Wood er alltaf indælt, og Slade standardinn Gleðileg jól allir saman, sem Eyfi Kristjáns syngur.

Gleðilega aðventu ….

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *