MANIC STREET PREACHERS – POSTCARDS FROM A YOUNG MAN (2010)

Manic Street Preachers byrjaði sem skólahljómsveit í Wales 1986 eða fyrir 24 árum. James Dean Bradfield, gítar og söngur, Richey Edwards , gítar, Nicky Wire, bass og söngur og Sean Moore, trommur, raddir og trompet.

Fyrsta stóra platan, Generation Terrorists, kom út 1992, en þeir voru þá búnir að gefa út 5 lög á litlum plötum og eina EP plötu án mikils árangurs. 6 litlar plötur komu út af Generation og þeir þeirra komust á topp 20 i Bretlandi.  Síðan komust þeir á topp tíu með cover lagið Suicide is Painless.

Gold Against the Soul kom út 1993 og The Holy Bibler kom síðan 1994.

Richey sem var ímynd hljómsveitarinnar, mesti töffarinn og mesti dópistinn, hvarf í byrjun árs 1995 og hefur ekki sést síðan.

En bandið hélt áfram og sló í gegn með næstu plötu sinni Everything Must Go. A Design For Life komst í 2. sæti breska listans og voru fyrir valinu sem besta breska bandið á BRIT verðlaununum og fyrir bestu plötuna.

1998 kom This Is My Truth Tell Me Yours, en lagið If You Tolarate This Your Children Will Be Next for í 1sta sætið í Bretlandi.

Aldamóta árið fór lagið The Masses Against The Classes í 1sta sæti þrátt fyrir litla spilun.

Sjötta platan Know Your Enemy kom út 2001 og Lifeblood 2004.

Send Away The Tigers kom 2007 og Journal for Plague Lovers með textum eftir Richey Edwards kom út í fyrra.

Tíunda platan þeirra er stór. Stór lög, Stór hljómur. Grand. Þeir minna á klassíska tíma David Bowie, Jam, Mott The Hoople og Queen… og XTC!

Platan byrjar á flottu rokki It‘s Not War með Mott áhrifin á hreinu – All The Younga Dudes.  Svona á að gera poppklassík, gítar í anda Mick Ronson og Mick Ralphs, kröftugur söngur, veit ekki með strengina en ekta glam rokk eins og það gerist best.

Titillagið er ekki síður stórt, annað 1. sætis lag, kröftug ballaða með smá Queen og strengjum, snert að Bohemian Rhapsody í röddun meira að segja.

Some Kind Of Nothingness, er næst singúll – beint í fyrsta sæti á mínum listum. Ian McCullogh (Echo & The Bunnymen) syngur með honum James í þessum flotta poppara  – allir með og kveikjararnir, ég meina símanarnir, í loftið í sameiningarstemmara.

The Descent er kannski besta lagið á plötunni, ekta Bowie, flott uppbygging, flott viðlag. Sögulegur söngur (!) Þér finnst eins og verið sé að segja þér mikilvæga sögu.

Hazelton Avenue er ekta Ian Hunter sögulag, og Auto Intoxication er rokkari sem hljómar reyndar betur í Demo útgáfunni, en þessi plata kemur út í allavega þremur útgáfum. Í double útgáfunni eru öll lögin á öðrum disk í demo formi. Ég mæli með henni.

Golden Platitudes byrjar eins og Golden Slumbers með Bítlunum, eða 70s 80s Kinks. Gott grípandi popplag.

I Think I Found It með bouzouki hljóm í byrjun, er enn eitt topplagið og minnir á Bítlana á full blasti.

A Billion Balconies Facing The Sun  er enn eitt flott popplagið með Mott gítar á fullu og auðvitað snúa svalirnar til sólar.

All We Make Is Entertainment minnir óneitanlega á Jam upp á sitt besta.

The Future Has Been Here 4 Ever er sungið af Nicky Wire sem semur flesta textana.  Meira 70s sound sem ég man ekki hvaðan er fengið að láni.

Don‘t Be Evil, hérna minna þeir mig á XTC og rosalegur titill.

Þetta er rokk fyrir hljómleika allir syngi með nú og finni sameingarkraftinn.

Tónlistin er skrambi örugg, þeir eru öruggir og .. góðir!

Og ekki skemmir aukaplatan með hráum demóum!

Þeir eru eru að gera list úr poppinu og þessi plata er heilsteypt poppplata sem á eftir að lifa dægurflugurnar af.

Þeir ætluðu að gera stóra plötu allt eða ekkert og mér finnst það hafa heppnast.

8 stjörnur af 10.

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *