RAGGI BJARNA – KOMDU Í KVÖLD (2009)

001Flottur pakki!

Já þessi þriggja diska pakki er rós í hnappagatið hjá þeim hjá Senu, en þeir hafa gefið út fjölda af frábærum endurútgáfum í viðhafnarútgáfum og heildarútgáfum.

Þó lögin 69 séu öll greipt í huga okkar eru þetta aðeins brot af því sem Raggi skilur eftir sig á ferlinum sem nú er eflaust orðinn einn sá lengsti hér á landi en hann byrjaði að syngja 1952, eða fyrir 57 árum.

Hann gaf út tónlist með KK sextettinum, svo með Hljómsveit Svavars Gests og Ellý Vilhjálms söng með þessum hljómsveitum líka. Þegar Svavar sneri sér alfarið að hljómplötuútgáfunni stofnar Ragnar hljómsveit Ragnars Bjarnasonar.  Sumargleðin, sem var heiti á hljómleikaferðum um landið að sumarlagi frá 1971 með skemmtiatriðum og frambjóðendum varð síðan að hljómsveit sem gaf út nokkrar plötur frá ca 1980. Eftir það hefur Raggi gefið út sólóplötur, verið gestur á fjölda platna, m.a. hjá Milljónamæringunum, sem gerðu sérstaka útgáfu af „Smells Like Teen Spirit“.  

Á plötunum eru lög frá öllum tímum, lög eins og „Barn“, „Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig“, „Komdu í kvöld“, „Nótt í Moskvu“, „Lipurtá“ , „18 rauðar rósir“, „Suður um höfin“, „Anna í Hlíð“, „Vorkvöld í Reykjavík“, „Föðurbæn sjómannsins“, „Úti í Hamborg“, „Smells Like Teen Spirit“ og auðvitað „Flottur jakki“.

Umbúðirnar eru flottar, tveir bæklingar, annar með söguskýringu góðvinar hans Þorgeirs Ástvaldssonar og hinn með ítarlegum upplýsingum um lögin.

Glæsileg útgáfa.

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *