noise – DIVIDED (2010)

Það er alltaf gaman að heyra gott basic rokk í anda gömlu meistaranna. Noise gaf út fyrstu plötu sína 2003, Pretty Ugly, og Wicked 2006, þannig hér eru þeir með sína þriðju plötu, Divided, en ég hafði ekki heyrt af þeim fyrr.

Hljómsveitin er skipuð þeim Einari og Stefáni Vilberg, sonum Einars Vilbergs sem gaf út nokkrar mjög góðar plötur á síðust öld. Ein af plötum Einars pabba þeirra hét reyndar Noise og var skrambi góð. Einar og Stefán stofnuðu bandið 2001, en í dag eru auk þeirra Egill Rafnsson, trymbill, sonur Rabba heitins Jónssonar (Grafík, Ýr) og Arnar Grétarsson sem var með Agli og Ragnari bróðir hans í Sign.

Mér skilst að þeir sé poppaðri en áður, melódískari, en er það ekki bara stundum eitthvað sem okkur finnst um leið og tónlistarmenn ná betri tökum á tónlistinni?

Bandið er þétt, skilar tónlistinni á klassískan máti með góðum gítarriffum, sterkum söng sem ræður vel við efnið í í klassískum Ian Gillan stíl. Takturinn er þéttur og góður og bassinn og trommurnar hljóma vel.

Lögin er líka nokkuð klassísk rokklög með góðum viðlögum sem  geta vel skilað sér inn í útvarpsspilum samanber áherslulagið A Stab In The Dark sem hefur verið þaulsetið á vinsældalistunum.

The Brightest Day og ballaðan Heavy Mellow eru líka líkleg í spilun og jafnvel titillagið Divided.

Þetta er með betri íslenskum rokkplötum sem ég hef heyrt á árinu.

7 stjörnur af 10.

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *