ELLY VILHJÁLMS – HEYR MÍNA BÆN (2010)

Þessi glæsilegu 3ja platna söfn sem Sena hefur gefið út á undanförnum árum eru lofsvert framtakt sem ætti að gleðja margan safnarann og áhugamanninn um íslenska dægurtónlist.

Eitt af þessum söfnum sem er að koma út nú fyrir jólin er 3ja diska safn með Ellý Vilhjálms, ein ástsælusta söngkonu okkar.

Elly hóf feril sinn á plötum 1960 með smáskífu sem sló í gegn, Ég er að fara upp í sveit með Kveðju sendir blærinn á bakhliðinni. Þessi lögu sló ærlega í gegn og ég man eftir þeim á Gufunni á barnsárunum.

Þessum vinsældum var þó ekki fylgt eftir fyrr 1962 þegar næsta smáskífa kom út, sem var 79 af stöðinni, lag úr samnefndri kvikmynd, en er í dag þekkt sem Vegir liggja til allra átta, og á bakhliðinni Lítill fugl. Bæði lögin eftir Sigfús Halldórsson, og líklega með betri lögum Íslandssögunnar.  Útsetningin á titillaginu er ein af þeim betri líka, eftir Jón „bassa“ Sigurðsson, pabba Didda fiðlu, og bassaleikari Í KK sextettinum með Elly. Og gítarleikurinn hans Ólafs Gauks er frábær.

Næstu smáskífur komu 1964 , Sigfús átti bæði lögin á annarri, en þar voru tvö frábær lög til viðbót  annars vegar Sumarauki, sem ætti kannski að vera þekktara sem Gullfoss með glæstum brag og Í grænum mó. Hin platan var „Síldarstúlkurnar“ með 4 lögum eftir Oddgeir Kristjánsson þar á meðal Ég veit þú kemur.

Þó að þessar fyrstu plötur séu þær sem ég met mest af ferli Ellyar, þá gerði hún nokkur frábærlög eins og Brúðkaupið, Farmaður hugsar heim, Heyr mín bæn og Sveitin milli sanda öll 1965, og Sveitin greinilega í stíl Vegir liggja til allra átta, með einum flottasta texta allra tíma!

Það er ekki mikið sem liggur eftir hana á plötum í sjálfu sér. Mörg laganna hér eru síðan dúettar með Ragga Bjarna og bróður hennar Vilhjálmi.

En það sem á eftir kom var oft illa valið og útsetningar út úr stíl og eru það flestar ennþá.  Fátt var sér samið, heldur hin og þessi misvalin tökulög eða endurgerð íslenskra laga.

En platan er vel þess virði til að eignast þessi lög frá 1960 – 1965. Auk þess eru nokkrar frábærar útvarpsupptökur með KK sextettinum tökulög  með ensku textunum.

Umslagið og upplýsingar í bæklingi eru til fyrirmyndar og Guðrún Gunnarsdóttir, boðberi Ellyar og frábær túlkandi á tónlist hennar semur inngangsorðin, sem er vel við hæfi og hjartnæmt.

8 af 10

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *