POTTÞÉTT 54 (2010)

Pottþétt platan sem kemur út fyrir hver jól er án efa alltaf ein af söluhæstu plötunum. Þetta eru lög sem hafa verið vinsælust í íslensku útvarpi bæði íslensk og erlend.

Að þessu sinni eru 1 þriðji laganna íslensk, en íslensku lögin eru t.d Gordjöss með Páli Óskari, Gakktu alla leið með Hjálmum, Gamli grafreiturinn með Klassart og Ein stök ást með Lifun þau vinsælustu.

Katy Perry, Justin Bieber, Shakira, Robyn, Taio Cruz, Tinie Tempah og Lady Gaga eru með nokkur af topplögum ársins í útlöndum.

Einnig eru lög af plötunum sem ég og Haukur höfum dæmt í Plötu vikunnar á Popplandi á Rás 2: The Hurts, Kylie Minogue og Bombay Bicycle Club.

Söluhæsta platan þessi jól? Aldrei að vita …

6 af 10 (svona plötur fá aldrei margar stjörnur hjá mér þó mér finnist þær nauðsynlegar, sem fyrrum útgáfustjóri, og hafi sett saman nokkrar af þeir fyrstu, í anda Now That‘s What I Call Music platnanna)

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *