ÓMAR RAGNARSSON – LÖG OG TEXTAR (2010)

  • Ómar Ragnarsson hefur verið þeirrar gæfu aðnjótandi að þá að njóta og starfa við flest öll sín áhugumál, eða verið slíkur gæfusmiður að gera öll sín störf að áhugamálum.

Hann gefur getað komið sínum skoðunum á framfæri í textum, sem fréttamaður, þáttagerðarmaður og jafnvel pólitíkus.

En Ómar sem laga- og textasmiður er útgangspunktur þessar 3ja platna útgáfu með 72 lögum sem eru ýmist eftir hann eða með textum eftir hann. Þess má geta að það er ekki nema um 1 fjórði af verkum hans.

Ferill Ómars hófst 1960 með smáskífunni “Mér er skemmt”  með “Botníuvísum” á bakhliðinni.

Lögunum er raðað miðað við útgáfu erða aldur laganna þó sú regla sé brotin nokkrum sinnum.

Þar af leiðandi er fyrsta platan með flestum laganna sungin af honum sjálfum og frá 1960 – 1970.

Þarna eru Botníuvísur,  Jói útherji, Halló mamma, Halló Dagný, Svona er á síld, Sumar og sól, Hott hott á hesti, Ég er að baka, Ég hef aldrei nóg, Sveitaball, Mömmuleikur, Ligga ligga lá, Óbyggðaferð og Limbó rokk tvist. Flest tökulög með hraðsoðnum húmór Ómars sem ég held að komi bara um leið!

Einnig fór hann fljótt að semja fyrir aðra og á fyrstu plötunni má finna Því ekki að taka lífið létt? Með Lúdó og Stefán , Bara að hann hangi þurr og Hún er svo sæt með Ingmar Eydal, Sveitapiltsins draumur og Þú ein með Hljómum, Ég á mig sjálf með Þuríði Sigurðar, Ævintýri með Ævintýri!

Þegar menn voru í vandræðum með texta hvort sem það var hljómsveit Ingimars Eydal eða Hljómar var kallað í Ómar og hann kom með texta á klukkutíma!

Þtjú hjól undir bílnum, Hláturinn lengir lífið eru á annarri plötunni en kannski ekki mikið af frægustu lögungum hans eftir þetta. Mánar, Fiðrildi, Þorvaldur Halldórsson, Brimkló, Pálmi Gunnarsson, Karlakórinn Heimir, Egill Ólafsson, Sigga Beinteins, KK og Ellen, Helgi Björns, Bjöggi, Bjarni Arason, Garðar Cortes og Bubbi Morthens eru söngvarar laga og texta hans á annarri plötunni, þar þróast textagerðin í sönn ættjarðarljóð og grínið víkur. Eflaust eru margir textanna undir áhrifum af vinnslu sjónvarpsþáttana Stikla, sem fjölluðu um Ísland og allt íslenskt og sérstaklega náttúruna og söguna.

Þetta þema er uppstaðan á síðustu plötunni þó eitt og eitt grínlag fljhóti með.  Nokkur laganna hafa ekki komið út áður.

Hér er ekki um eiginlegt safn með Ómari Ragnarssyni heldur er eins og titillinn gefur til kynna lög áhersla á lög hans og texta. Þó að hann syngi stóra hluta laganna eru hér lög með hinum ólíkustu flytjendum og lög af ólíkum grunni.

Þetta er líka val Ómars sjálfs en ekki safn vinsælustu laga hans.

Gott safn.

9 af 10

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *