SIGURÐUR GUÐMUNDSSON & MEMFISMAFÍAN – NÚ STENDUR MIKIÐ TIL (2010)

Alltaf koma nokkrar jólaplötur á hverju ári. Í ár er ég búinn að heyra tvær góðar og önnur þeirra er „Nú stendur mikið til“.

Hér er jólaplata með frumsömdu efni, allir texta utan eitt ljóð eftir Braga Valdimar Skúlason, Baggalút, en hann og Sigurður semja þrjú laganna hvor, eitt eldra lag (held ég) við ljóð Steins Steinarrs, „ Jól“ svona anti-jólalag, enda ekki alltaf auðvelt að setja sig í jóla fílinginn síðsumars, þegar flestar jólaplötur eru teknar upp.

Sigurður hefur vaxið með hverju verkefninu og verður að teljast mjög góður túlkandi og syngur lögin mjög vel og hefur þessa yfirvegun í röddinni og róandi áhrif.

Memfismafían er safn pottþéttra hljóðfæraleikara sem skila sínu vel, og hafa fengið eða búið sér til mörg verkefni á árinu, og hafa einhverjir talað um að þetta væri mafíuárið í íslenskri tónlist.

Bragi Valdimar hefur líka heldur betur stimplað sig inn og semur snilladartexta, hvort sem það er fyrir Baggalút, Helga Björns, Bjögga, Diskóeyjuna eða jólalög.

„Það snjóar“ var reyndar gefið út í fyrra og fék einhverja spilun, en það ásamt snilldarútgáfu og texta á lagi Evert Taube „Þá mega jólin koma fyrir mér“ er þegar orðið jólaklassík í mínum huga. „Þá koma jólin“ sem er lag Roy Orbison‘s „Crying“ sett í íslenskan jólabúning og fer því bara vel, eflaust afgangur frá Baggalút!

Lögin hans Braga „Guð má vita hvar“, „Það fæddist barn í Bethlehem“ og „Nýársmorgun“ eru stílhreinar og flottar stórballöður, og það síðasta magnað. „Jólin eru hér“, „Ég færi þér heiminn“ og „Það stendur mikið til“ eru mun léttari í blæ og með gullaldartextum og verða öll klassísk jólalög.  Og titillagið er bara einfaldlega í „White Christmas“ klassa!

Útsetningar eru mjög klassískum 50s – 60s stíl stórsöngvara á borð við Frank Sinatra, Tony Bennett, Matt Monro og … Scott Walker, sem á fyrsta lagið. Það eru kannski einhver merki um áhrifavalda.

Strengjasveit, blásarar, harpa … allt sem þarf að vera.

Og síðan má ekki gleyma myndbandinu sem fylgir plötunni. Það er gert að svona 50s -60´s sjónvarpsþættastíl þar sem Sigurður og félagar flytja öll lögin af plötunni. Þetta DVD á eftir að verða skylduspilun um öll jól hér eftir.

Hér er um að ræða eina bestu jólaplötu í margra manna minnum. Þetta er falleg plata, einlæg og, já, Jólaleg jólaplata.

10/10 (sem jólaplata)

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *